Maradona: FIFA er eins og spillt mafía og Blatter er rotta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 16:45 Diego Maradona Vísir/Getty Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi. FIFA Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi.
FIFA Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira