„Ég hefði mögulega játað á mig morð í þessum símtölum” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2015 13:11 Frosti Reyr var forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Kaupþingi. vísir/gva Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá verðbréfamiðlun Kaupþings, var seinasta vitnið sem kom fyrir dóminn í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. Björn Þorvaldsson, saksóknari, byrjaði á að vekja athygli dómsins á því að Frosti hefði á ákveðnum tímapunkti verið með stöðu sakbornings í málinu. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, brýndi þá fyrir vitninu að hann mætti neita að svara spurningum sem gætu bent til sektar hans. Frosti svaraði spurningum saksóknara um deild eigin viðskipta bankans og kvaðst til að mynda vita að eigin viðskipti voru með óformlega viðskiptavakt í hlutabréfum Kaupþings. Hvað varðaði hversu mikið bankinn ætti í sjálfum sér á hverjum tíma sagðist Frosti hafa séð það í hlutahafaskrá bankans sem gefin var út í hverri viku. Hann kvaðst svo ekki vita hver hefði lagt línuna varðandi hversu mikið eigin viðskipti ættu að kaupa í hlutabréfum í bankanum eða hversu mikið tap varð af viðskiptunum.„Ekki mikið umburðarlyndi gagnvart bankamönnum á þessum tíma”Tvö símtöl voru spiluð fyrir dómi í dag sem hleruð voru við rannsókn málsins vorið 2010 eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Í öðru þeirra ræðir Frosti við vin sinn og segir að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafi ráðið “öllu í bankanum” en að Hreiðar Már Sigurðsson hafi hins vegar verið forstjóri og hefði því borið ábyrgð á daglegum rekstri bankans. Beðinn um að útskýra orð sín varðandi það að Sigurður hafi ráðið öllu sagði Frosti: „Ég hafði í raun ekkert fyrir mér í þessu. Þetta símtal á sér stað þarna eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kemur út og það var ekki mikið umburðarlyndi gagnvart bankamönnum á þessum tíma. [...] Ég var bara að reyna að eyða þessu tali.” Saksóknari gekk þá á hann og reyndi Frosti þá aftur að útskýra andrúmsloftið í samfélaginu þegar símtalið átti sér stað: „Ég hefði mögulega játað á mig morð í þessum símtölum.”„Er þetta ekki bara eitthvað starfsmannakjaftæði?”Í öðru símtali sem Frosti átti við annan fyrrverandi starfsmann Kaupþings segir hann: „Maður horfir líka á greyið Ingólf Helgason [forstjóra Kaupþings á Íslandi] sem að náttúrulega réð aldrei neinu í þessum blessaða banka.” Aftur spurði saksóknari Frosta út í orð hans og sagðist hann aftur bara hafa verið að reyna að eyða tali. Verjendur ákærðu í málinu voru vægast sagt ósáttir við spurningar saksóknarans og spurði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, hvers konar sönnunarfærsla væri að eiga sér stað. Dómsformaður blandaði sér þá í málið og sagði að vitnið væri að gefa útskýringar á orðum sínum og verjendur ættu að hlusta eftir því. Hann spurði svo sjálfur vitnið: „Hvað veist þú sem forstöðumaður í verðbréfamiðlun hver réð hverju? Er þetta ekki bara eitthvað starfsmannakjaftæði?” Frosti hugsaði sig þá um og virtist vera að tala um Ingólf Helgason: „Hann var hvorki stjórnarformaður eða forstjóri bankans.”Keyrði og tilkynnti viðskiptin að beiðni Ingólfs HelgasonarSaksóknari spilaði svo nokkur símtöl sem Frosti átti við starfsmenn Kaupþings og Glitnis vegna hlutabréfaviðskipta á ákærutímabilinu. Reyndi hann meðal annars að fá fram hvað Frosti hefði vitað um hlutabréfakaup eignarhaldsfélaganna Holt Investment, Mata, Desulo og svo fjárfestins Kevins Stanford. Allir þessir aðilar keyptu hlutabréf í Kaupþingi fyrir milljarða króna á árinu 2008 með fullri fjármögnun bankans sjálfs. Sjaldan voru aðrar tryggingar fyrir lánunum en veð í hlutabréfunum sjálfum. Frosti kvaðst hafa keyrt öll þessi viðskipti og tilkynnt þau í Kauphöllina að beiðni Ingólfs Helgasonar. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um það hver hefði ákveðið magn, verð eða fjármögnun viðskiptanna. Frosti sagði að Ingólfur hefði tilkynnt honum magn og verð og hann keyrt viðskiptin. Eftir á hefði hann svo fengið upplýsingar um fjármögnunina í einhverjum tilfellum en hann kvaðst ekki muna hvaðan hann hefði fengið þær upplýsingar. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Arngrímur dómari skilur vitnin núna Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings lauk í dag en stíf dagskrá er framundan í næstu viku þegar málflutningur fer fram. 15. maí 2015 11:42 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá verðbréfamiðlun Kaupþings, var seinasta vitnið sem kom fyrir dóminn í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. Björn Þorvaldsson, saksóknari, byrjaði á að vekja athygli dómsins á því að Frosti hefði á ákveðnum tímapunkti verið með stöðu sakbornings í málinu. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, brýndi þá fyrir vitninu að hann mætti neita að svara spurningum sem gætu bent til sektar hans. Frosti svaraði spurningum saksóknara um deild eigin viðskipta bankans og kvaðst til að mynda vita að eigin viðskipti voru með óformlega viðskiptavakt í hlutabréfum Kaupþings. Hvað varðaði hversu mikið bankinn ætti í sjálfum sér á hverjum tíma sagðist Frosti hafa séð það í hlutahafaskrá bankans sem gefin var út í hverri viku. Hann kvaðst svo ekki vita hver hefði lagt línuna varðandi hversu mikið eigin viðskipti ættu að kaupa í hlutabréfum í bankanum eða hversu mikið tap varð af viðskiptunum.„Ekki mikið umburðarlyndi gagnvart bankamönnum á þessum tíma”Tvö símtöl voru spiluð fyrir dómi í dag sem hleruð voru við rannsókn málsins vorið 2010 eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Í öðru þeirra ræðir Frosti við vin sinn og segir að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafi ráðið “öllu í bankanum” en að Hreiðar Már Sigurðsson hafi hins vegar verið forstjóri og hefði því borið ábyrgð á daglegum rekstri bankans. Beðinn um að útskýra orð sín varðandi það að Sigurður hafi ráðið öllu sagði Frosti: „Ég hafði í raun ekkert fyrir mér í þessu. Þetta símtal á sér stað þarna eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kemur út og það var ekki mikið umburðarlyndi gagnvart bankamönnum á þessum tíma. [...] Ég var bara að reyna að eyða þessu tali.” Saksóknari gekk þá á hann og reyndi Frosti þá aftur að útskýra andrúmsloftið í samfélaginu þegar símtalið átti sér stað: „Ég hefði mögulega játað á mig morð í þessum símtölum.”„Er þetta ekki bara eitthvað starfsmannakjaftæði?”Í öðru símtali sem Frosti átti við annan fyrrverandi starfsmann Kaupþings segir hann: „Maður horfir líka á greyið Ingólf Helgason [forstjóra Kaupþings á Íslandi] sem að náttúrulega réð aldrei neinu í þessum blessaða banka.” Aftur spurði saksóknari Frosta út í orð hans og sagðist hann aftur bara hafa verið að reyna að eyða tali. Verjendur ákærðu í málinu voru vægast sagt ósáttir við spurningar saksóknarans og spurði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, hvers konar sönnunarfærsla væri að eiga sér stað. Dómsformaður blandaði sér þá í málið og sagði að vitnið væri að gefa útskýringar á orðum sínum og verjendur ættu að hlusta eftir því. Hann spurði svo sjálfur vitnið: „Hvað veist þú sem forstöðumaður í verðbréfamiðlun hver réð hverju? Er þetta ekki bara eitthvað starfsmannakjaftæði?” Frosti hugsaði sig þá um og virtist vera að tala um Ingólf Helgason: „Hann var hvorki stjórnarformaður eða forstjóri bankans.”Keyrði og tilkynnti viðskiptin að beiðni Ingólfs HelgasonarSaksóknari spilaði svo nokkur símtöl sem Frosti átti við starfsmenn Kaupþings og Glitnis vegna hlutabréfaviðskipta á ákærutímabilinu. Reyndi hann meðal annars að fá fram hvað Frosti hefði vitað um hlutabréfakaup eignarhaldsfélaganna Holt Investment, Mata, Desulo og svo fjárfestins Kevins Stanford. Allir þessir aðilar keyptu hlutabréf í Kaupþingi fyrir milljarða króna á árinu 2008 með fullri fjármögnun bankans sjálfs. Sjaldan voru aðrar tryggingar fyrir lánunum en veð í hlutabréfunum sjálfum. Frosti kvaðst hafa keyrt öll þessi viðskipti og tilkynnt þau í Kauphöllina að beiðni Ingólfs Helgasonar. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um það hver hefði ákveðið magn, verð eða fjármögnun viðskiptanna. Frosti sagði að Ingólfur hefði tilkynnt honum magn og verð og hann keyrt viðskiptin. Eftir á hefði hann svo fengið upplýsingar um fjármögnunina í einhverjum tilfellum en hann kvaðst ekki muna hvaðan hann hefði fengið þær upplýsingar.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Arngrímur dómari skilur vitnin núna Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings lauk í dag en stíf dagskrá er framundan í næstu viku þegar málflutningur fer fram. 15. maí 2015 11:42 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Arngrímur dómari skilur vitnin núna Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings lauk í dag en stíf dagskrá er framundan í næstu viku þegar málflutningur fer fram. 15. maí 2015 11:42
Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15