Þungu fargi létt af starfsmönnum Fiskistofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2015 15:23 Fulltrúar Fiskistofu hafa mótmælt flutningum harðlega undanfarið ár. Hér eru þeir mættir í ráðuneytið með bréf til ráðherra í desember. vísir/valli „Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land. Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
„Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18