Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar 10. maí 2015 18:46 Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira