„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 31. maí 2015 09:00 Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér. Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi. „Ég hætti að drekka fyrir átta árum, en vissi lítið um meðferðarkerfið. Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. Til dæmis, þegar ég kem inn á Vog þá er þarna indæll eldri maður með mér í meðferðinni, sem var þarna í áttugasta sinn. Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. „Meðferðin sem ég fór í gegnum er aðallega þessi grúppumeðferð. Það er lítil einstaklingsmeðferð og þetta felst aðallega í því að setja með ráðgjöfum og annað hvort að hlusta á fyrirlestra eða ræða við jafningja undir leiðsögn ráðgjafa. Þannig að þetta er eiginlega svona fræðsluprógramm, meira heldur en læknismeðferð. Þannig að jú, mér fannst – ég ákvað nú að klára meðferðina, en mér fannst þetta orðið heldur þunnt í lokin,” segir hún. Kristín segist hafa átt óskaplega góða æsku. „Ég var í stanslausu sólsskini austur á Fljótsdalshéraði, er alin upp á Egilsttöðum í stórri fjölskyldu. Ég á sex systkini og amma mín bjó líka inni á heimilinu. Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti bara satt að segja dálítið fótanna á unglingsárum. Ég hætti í skóla og var að þvælast um allt, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju, en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona. Ég krafsaði mig í gegnum Hamrahlíð á kvöldin.” Kristínu fannst hún framan af hafa stjórn á áfengisneyslu sinni. „Mér fannst áfengi afskaplega skemmtilegt og fannst ekkert vandamál til að byrja með. En ég náttúrulega hafði aldrei neitt góða stjórn á drykkjunni hjá mér. Ég var samt komin yfir fertugt þegar ég hætti að drekka – og það voru svona mínir nánustu sem vissu að það var góð hugmynd að fara í meðferð. Mörgum fannst þetta bölvuð della að ég væri að hætta að drekka. Þeim fannst ég svo ægilega skemmtileg í partýum og svona. En mér var bara alveg farið að hætta finnast skemmtilegt sjálfri, sem er mjög góð ástæða til að hætta. Og við metum það bara sjálf, hvenær okkur finnst nóg að gert. Það var nú sagt við mig í meðferð að ég hefði komið snemma, mér fannst það ekkert sérstaklega, en þetta er bara eitthvað persónulegt mat hvað er snemma og hvað ekki. En ég hef ekki séð eftir því í eitt augnablik að hafa hætt að drekka. Áfengi er ávanabindandi efni og ég var nú ekki að drekka daglega, en þetta var orðið mjög óþægilega reglulegt. Svo hefur áfengi áhrif á taugakerfið og þegar maður er kominn yfir fertugt og búinn að drekka mikið of lengi þá fara þunglyndiseinkenni að láta á sér kræla og ýmislegt sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur. Lífið verður erfiðara. Ég var á þessum tímapunkti að hugsa um að byrja í lyfjunum eða hætta að drekka. Ég ákvað að hætta að drekka.”Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér. Föstudagsviðtalið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér. Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi. „Ég hætti að drekka fyrir átta árum, en vissi lítið um meðferðarkerfið. Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. Til dæmis, þegar ég kem inn á Vog þá er þarna indæll eldri maður með mér í meðferðinni, sem var þarna í áttugasta sinn. Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. „Meðferðin sem ég fór í gegnum er aðallega þessi grúppumeðferð. Það er lítil einstaklingsmeðferð og þetta felst aðallega í því að setja með ráðgjöfum og annað hvort að hlusta á fyrirlestra eða ræða við jafningja undir leiðsögn ráðgjafa. Þannig að þetta er eiginlega svona fræðsluprógramm, meira heldur en læknismeðferð. Þannig að jú, mér fannst – ég ákvað nú að klára meðferðina, en mér fannst þetta orðið heldur þunnt í lokin,” segir hún. Kristín segist hafa átt óskaplega góða æsku. „Ég var í stanslausu sólsskini austur á Fljótsdalshéraði, er alin upp á Egilsttöðum í stórri fjölskyldu. Ég á sex systkini og amma mín bjó líka inni á heimilinu. Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti bara satt að segja dálítið fótanna á unglingsárum. Ég hætti í skóla og var að þvælast um allt, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju, en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona. Ég krafsaði mig í gegnum Hamrahlíð á kvöldin.” Kristínu fannst hún framan af hafa stjórn á áfengisneyslu sinni. „Mér fannst áfengi afskaplega skemmtilegt og fannst ekkert vandamál til að byrja með. En ég náttúrulega hafði aldrei neitt góða stjórn á drykkjunni hjá mér. Ég var samt komin yfir fertugt þegar ég hætti að drekka – og það voru svona mínir nánustu sem vissu að það var góð hugmynd að fara í meðferð. Mörgum fannst þetta bölvuð della að ég væri að hætta að drekka. Þeim fannst ég svo ægilega skemmtileg í partýum og svona. En mér var bara alveg farið að hætta finnast skemmtilegt sjálfri, sem er mjög góð ástæða til að hætta. Og við metum það bara sjálf, hvenær okkur finnst nóg að gert. Það var nú sagt við mig í meðferð að ég hefði komið snemma, mér fannst það ekkert sérstaklega, en þetta er bara eitthvað persónulegt mat hvað er snemma og hvað ekki. En ég hef ekki séð eftir því í eitt augnablik að hafa hætt að drekka. Áfengi er ávanabindandi efni og ég var nú ekki að drekka daglega, en þetta var orðið mjög óþægilega reglulegt. Svo hefur áfengi áhrif á taugakerfið og þegar maður er kominn yfir fertugt og búinn að drekka mikið of lengi þá fara þunglyndiseinkenni að láta á sér kræla og ýmislegt sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur. Lífið verður erfiðara. Ég var á þessum tímapunkti að hugsa um að byrja í lyfjunum eða hætta að drekka. Ég ákvað að hætta að drekka.”Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér.
Föstudagsviðtalið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira