Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2015 13:49 Umræðan hefur átt sér stað inn á Facebook hópnum Beauty Tips. vísir/getty Notendur Facebook hópsins Beauty Tips hafa undanfarinn sólarhring deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum fyrir öðrum meðlimum hópsins. Inn á hópnum eru ríflega 24.000 stelpur og konur á öllum aldri. Sögunum hefur verið deilt undir #þöggun og #konurtala. Ein segir frá því þegar hún átján ára varð fyrir því að fertugur rútubílstjóri nauðgaði henni þar sem hún lá rænulaus. Önnur skilar skömminni heim til barnsföður síns sem hélt hníf að hálsi hennar og nauðgaði henni á meðan barn þeirra grét í fangi móður sinnar. Sögurnar eru orðnar mýmargar og jafn mismunandi og þær eru margar. Ein stúlkan segir frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var tíu ára, aftur þegar hún var þrettán og í þrígang er hún var fjórtán ára. Í öll skiptin hafi henni verið sagt að hún væri hóra, að hún hafi tælt þá og að hún væri að eyðileggja líf gerendanna með því að segja frá. Hún endar frásögn sína á því að ef að fleiri væru ekki að segja frá myndi hún aldrei þora að gera það sjálf. Enn ein segir frá því að þegar hún var um sex ára aldur hafi faðir hennar misnotað hana. Hún hafi verið að gista hjá honum, hann kom inn um nóttina til hennar og snerti hana. Hún hafi sagt frá við fyrsta tækifæri og móðir hennar kært hann. Móðirin tapaði málinu og það sem henni þótti verra var að faðirnn fékk umgengnisrétt við sig. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en notendur hópsins geta lesið sögunar inn á honum en einnig hefur skapast umræða um málið inn á Twitter undir #þöggun.#þöggun Tweets Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 „Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24 Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28 Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Notendur Facebook hópsins Beauty Tips hafa undanfarinn sólarhring deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum fyrir öðrum meðlimum hópsins. Inn á hópnum eru ríflega 24.000 stelpur og konur á öllum aldri. Sögunum hefur verið deilt undir #þöggun og #konurtala. Ein segir frá því þegar hún átján ára varð fyrir því að fertugur rútubílstjóri nauðgaði henni þar sem hún lá rænulaus. Önnur skilar skömminni heim til barnsföður síns sem hélt hníf að hálsi hennar og nauðgaði henni á meðan barn þeirra grét í fangi móður sinnar. Sögurnar eru orðnar mýmargar og jafn mismunandi og þær eru margar. Ein stúlkan segir frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var tíu ára, aftur þegar hún var þrettán og í þrígang er hún var fjórtán ára. Í öll skiptin hafi henni verið sagt að hún væri hóra, að hún hafi tælt þá og að hún væri að eyðileggja líf gerendanna með því að segja frá. Hún endar frásögn sína á því að ef að fleiri væru ekki að segja frá myndi hún aldrei þora að gera það sjálf. Enn ein segir frá því að þegar hún var um sex ára aldur hafi faðir hennar misnotað hana. Hún hafi verið að gista hjá honum, hann kom inn um nóttina til hennar og snerti hana. Hún hafi sagt frá við fyrsta tækifæri og móðir hennar kært hann. Móðirin tapaði málinu og það sem henni þótti verra var að faðirnn fékk umgengnisrétt við sig. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en notendur hópsins geta lesið sögunar inn á honum en einnig hefur skapast umræða um málið inn á Twitter undir #þöggun.#þöggun Tweets
Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 „Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24 Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28 Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
„Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24
Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28
Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30