Skyndilokun á urriðaveiðum í Þjóðgarðinum á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2015 17:47 Urriðaveiðin tók seint við sér þetta árið á Þingvöllum og er fyrst síðustu viku að komast í gang í Þjóðgarðinum. Önnur svæði þar sem urriðinn heldur sig í miklum mæli eru leigð út og þar er eingöngu leyfð fluguveiði og öllum fiski sleppt. Í þjóðgarðinum hafa þessi tilmæli verið við lýði og fylgt af veiðimönnum en eftir 1. júní átti þessi friðun þar sem eingöngu fluguveiði er leyfð að renna úr gildi og beituveiði ásamt spúnaveiði leyfð á ný. Vegna hins sérstaka ástands í veðrinu þar sem halda mætti að maí hafi bara rétt verið að ganga í garð en ekki vera kominn á síðustu dagana verður þessi friðun lengd til 15. júní. Þjóðgarðsvörður sendi frá sér tilkynningu í dag þess efnis og er hún birt hér að neðan. Veiðimenn eru beðnir um að fylgja þessari breytingu með því hugarfari að um verndun og friðun urriðans sé að ræða.Vegna vorkulda og síðbúinnar göngu urriða er stangveiði með beitu ekki heimil eftir 1. júní eins og áður var auglýst. Helstu ástæður fyrir þessari skyndilokun er sú að þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því ber að bregðast við því til að vernda urriðastofninn.Mikil uppbygging hefur átt sér stað á urriðastofninum í Þingvallavatni undanfarin ár og hætt er við því að stórt skarð yrði höggið í stofninn ef beitiveiði myndi hefjast þar 1. júní. Ekki bætir úr skák að bleikjan er einnig á eftir áætlun og varla farin að sjást í vötnun landsins þannig að álag á þjóðgarðinn með beituveiði yrði enn meira fyrir vikið þar sem veiðiálag dreifist lítið á önnur vatnasvæði.Skyndilokun á urriðaveiði með beitu fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum gildir til 15. júní. Aðeins er heimilt að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt.Þjóðgarðsvörður Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði
Urriðaveiðin tók seint við sér þetta árið á Þingvöllum og er fyrst síðustu viku að komast í gang í Þjóðgarðinum. Önnur svæði þar sem urriðinn heldur sig í miklum mæli eru leigð út og þar er eingöngu leyfð fluguveiði og öllum fiski sleppt. Í þjóðgarðinum hafa þessi tilmæli verið við lýði og fylgt af veiðimönnum en eftir 1. júní átti þessi friðun þar sem eingöngu fluguveiði er leyfð að renna úr gildi og beituveiði ásamt spúnaveiði leyfð á ný. Vegna hins sérstaka ástands í veðrinu þar sem halda mætti að maí hafi bara rétt verið að ganga í garð en ekki vera kominn á síðustu dagana verður þessi friðun lengd til 15. júní. Þjóðgarðsvörður sendi frá sér tilkynningu í dag þess efnis og er hún birt hér að neðan. Veiðimenn eru beðnir um að fylgja þessari breytingu með því hugarfari að um verndun og friðun urriðans sé að ræða.Vegna vorkulda og síðbúinnar göngu urriða er stangveiði með beitu ekki heimil eftir 1. júní eins og áður var auglýst. Helstu ástæður fyrir þessari skyndilokun er sú að þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því ber að bregðast við því til að vernda urriðastofninn.Mikil uppbygging hefur átt sér stað á urriðastofninum í Þingvallavatni undanfarin ár og hætt er við því að stórt skarð yrði höggið í stofninn ef beitiveiði myndi hefjast þar 1. júní. Ekki bætir úr skák að bleikjan er einnig á eftir áætlun og varla farin að sjást í vötnun landsins þannig að álag á þjóðgarðinn með beituveiði yrði enn meira fyrir vikið þar sem veiðiálag dreifist lítið á önnur vatnasvæði.Skyndilokun á urriðaveiði með beitu fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum gildir til 15. júní. Aðeins er heimilt að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt.Þjóðgarðsvörður
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði