Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2015 22:45 Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins í fótbolta sem er einn vinsælasti sjónvarpsmaður Bretlands í dag, vill að forsetakosningum FIFA verði frestað. Hann vill einnig að aftur verði kosið um hvaða þjóð haldi HM 2018, sem fram á að fara í Rússlandi, og HM 2022, sem stendur til að halda í Katar.Eins og fjallað hefur verið um í dag voru nokkrir háttsettir embættismenn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins handteknir af svissnesku lögreglunni grunaðir um peningaþvætti og fleira til. „Það hafa verið dæmi um þetta áður þannig þetta sýnir bara hversu djúpt þetta liggur innan sambandsins,“ segir Lineker í viðtali við BBC. „FIFA þarf nú að verða alveg gegnsætt og í raun bara byrja aftur. Annars verða stóru knattspyrnusamböndin að sniðganga FIFA. Það er kominn tími til að gera hlutina öðruvísi.“ Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar síðustu nótt. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef kosningin fer fram og Blatter verður áfram forseti eins og alltaf. Hann hefur nóg af fólki á sínu bandi sem sýnir hvað gerist þegar þú dælir peningum til ákveðinna svæða í heiminum,“ segir Lineker. „Þetta lítur alveg hræðilega út. Þetta er yndisleg íþrótt og því verður manni óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er,“ segir Gary Lineker. FIFA Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins í fótbolta sem er einn vinsælasti sjónvarpsmaður Bretlands í dag, vill að forsetakosningum FIFA verði frestað. Hann vill einnig að aftur verði kosið um hvaða þjóð haldi HM 2018, sem fram á að fara í Rússlandi, og HM 2022, sem stendur til að halda í Katar.Eins og fjallað hefur verið um í dag voru nokkrir háttsettir embættismenn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins handteknir af svissnesku lögreglunni grunaðir um peningaþvætti og fleira til. „Það hafa verið dæmi um þetta áður þannig þetta sýnir bara hversu djúpt þetta liggur innan sambandsins,“ segir Lineker í viðtali við BBC. „FIFA þarf nú að verða alveg gegnsætt og í raun bara byrja aftur. Annars verða stóru knattspyrnusamböndin að sniðganga FIFA. Það er kominn tími til að gera hlutina öðruvísi.“ Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar síðustu nótt. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef kosningin fer fram og Blatter verður áfram forseti eins og alltaf. Hann hefur nóg af fólki á sínu bandi sem sýnir hvað gerist þegar þú dælir peningum til ákveðinna svæða í heiminum,“ segir Lineker. „Þetta lítur alveg hræðilega út. Þetta er yndisleg íþrótt og því verður manni óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er,“ segir Gary Lineker.
FIFA Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira