Óformlegur fundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í gær skilaði engu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:15 Verkfallið hefur mikil áhrif á starfsemi spítala og heilsugæslustöðva, segir Ólafur. Vísir/Vilhelm Óformlegur fundur átti sér stað á milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins í gær. Ekkert þokaðist í átt að samkomulagi á þeim fundi. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Áttatíu undanþágubeiðnir höfðu verið samþykktar til viðbótar við neyðarmönnunarlista velferðarráðuneytisins áður en verkfallið skall á. „Eftir því sem ég kemst næst þá gekk nóttin bara stóráfallalaust fyrir sig en þegar í gærkvöldi höfðum við samþykkt áttatíu undanþágubeiðnir til viðbótar við þá öryggislista sem liggja fyrir,“ segir hann. Hvaða deildir og sjúkrahús voru það sem fóru fram á þessar umfram undanþágur? „Þetta voru sjúkrahús víðs vegar um landið og Landspítalinn líka. Að hluta til voru þetta stöður sem hafði hreinlega láðst að setja inn á öryggislistann, margir stjórnendur, en einnig þurftum við að bregðast við ástandinu á sumum deildum þar sem þurfti að bæta við hjúkrunarfræðingum til að sinna þeirri þjónustu sem þurfti að sinna,“ segir Ólafur Þrátt fyrir auknar undanþágur er staðan ekki góð á spítölum landsins. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemina. „Og ekki síst heilsugæsluna þar sem þarf að fresta ung- og smábarnavernd og vaktþjónustu hjúkrunarfræðinga og allri skólahjúkrun,“ segir Ólafur Enginn fundur hafði verið boðaður í deilunni í gær en Ólafur segir að óformlegur fundur hafi farið fram á milli deiluaðila. Ekki hefur verið boðað til formlegs fundar í dag. „Það var óformlegur fundur í gær með samninganefnd ríkisins en við þokuðumst ekkert nær samkomulagsátt á þeim fundi,“ Verkfallið sem skall á á miðnætti nær til allra hjúkrunarfræðinga á landinu. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur áðurnefnd undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Óformlegur fundur átti sér stað á milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins í gær. Ekkert þokaðist í átt að samkomulagi á þeim fundi. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Áttatíu undanþágubeiðnir höfðu verið samþykktar til viðbótar við neyðarmönnunarlista velferðarráðuneytisins áður en verkfallið skall á. „Eftir því sem ég kemst næst þá gekk nóttin bara stóráfallalaust fyrir sig en þegar í gærkvöldi höfðum við samþykkt áttatíu undanþágubeiðnir til viðbótar við þá öryggislista sem liggja fyrir,“ segir hann. Hvaða deildir og sjúkrahús voru það sem fóru fram á þessar umfram undanþágur? „Þetta voru sjúkrahús víðs vegar um landið og Landspítalinn líka. Að hluta til voru þetta stöður sem hafði hreinlega láðst að setja inn á öryggislistann, margir stjórnendur, en einnig þurftum við að bregðast við ástandinu á sumum deildum þar sem þurfti að bæta við hjúkrunarfræðingum til að sinna þeirri þjónustu sem þurfti að sinna,“ segir Ólafur Þrátt fyrir auknar undanþágur er staðan ekki góð á spítölum landsins. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemina. „Og ekki síst heilsugæsluna þar sem þarf að fresta ung- og smábarnavernd og vaktþjónustu hjúkrunarfræðinga og allri skólahjúkrun,“ segir Ólafur Enginn fundur hafði verið boðaður í deilunni í gær en Ólafur segir að óformlegur fundur hafi farið fram á milli deiluaðila. Ekki hefur verið boðað til formlegs fundar í dag. „Það var óformlegur fundur í gær með samninganefnd ríkisins en við þokuðumst ekkert nær samkomulagsátt á þeim fundi,“ Verkfallið sem skall á á miðnætti nær til allra hjúkrunarfræðinga á landinu. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur áðurnefnd undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27