Bónusgreiðslur til bankastarfsmanna: Verðbréfafyrirtækjum hugsanlega gefinn meiri slaki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2015 21:38 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að til greina komi að gera greinarmun á innlánsstofnunum og verðbréfafyrirtækjum, í ljósi nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þess efnis að almennum starfsmönnum bankakerfisins verði heimilt að fá bónusgreiðslur sem nemi mörg hundruð prósentum árslauna þeirra. Haldið verði í þær ströngu reglur sem gilt hafi um bónusa til starfsmanna innlánsfyrirtækja en að verðbréfafyrirtækjum verði gefinn meiri slaki. „Það hefur komið fram það sjónarmið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að það gæti verið gagnlegra að skipta stofnunum upp í innlánsstofnanir sem eru kannski í viðskiptum við neytendur og eru að fara með innlán fólks og síðan önnur verðbréfafyrirtæki sem ættu að gilda aðrar reglur um og kannski frjálslegri því þau eru í viðskiptum við fagfjárfesta sem kunna fótum sínum forráð,“ sagði Frosti í Klinkinu á Stöð 2 í kvöld.Sjá einnig: Þingmaður segir galið að hækka bónusa Í frumvarpinu er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna en ekkert þak verður á bónusgreiðslur til almennra starfsmanna. „Það hafa komið umsagnir í þá veru að það sé ekki óhætt að gera þetta með þessum hætti og það hafa komið fram sjónarmið, sérstaklega hvað varðar stórar innlánsstofnanir sem eru að vissu leyti reknar með ríkisábyrgð á innistæðum og eru kannski í markaðsráðandi stöðu, að fara að hvetja almenna starfsmenn þeirra til dáða á kostnað almennings í landinu,“ sagði hann og bætti við að vinnan sé ekki komin það langt að búið sé að útfæra mögulega breytingu á kerfinu. Hann gerir þó ráð fyrir að nefndin muni koma með tillögu til breytinga. „Það hefur komið til álita að fresta þessu, gefa ráðuneytinu tækifæri til að vinna þetta yfir sumarið, reglur sem tækju tillit til þeirra umsagna sem hafa borist og þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram,“ sagði Frosti.Viðtalið við Frosta má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan Alþingi Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að til greina komi að gera greinarmun á innlánsstofnunum og verðbréfafyrirtækjum, í ljósi nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þess efnis að almennum starfsmönnum bankakerfisins verði heimilt að fá bónusgreiðslur sem nemi mörg hundruð prósentum árslauna þeirra. Haldið verði í þær ströngu reglur sem gilt hafi um bónusa til starfsmanna innlánsfyrirtækja en að verðbréfafyrirtækjum verði gefinn meiri slaki. „Það hefur komið fram það sjónarmið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að það gæti verið gagnlegra að skipta stofnunum upp í innlánsstofnanir sem eru kannski í viðskiptum við neytendur og eru að fara með innlán fólks og síðan önnur verðbréfafyrirtæki sem ættu að gilda aðrar reglur um og kannski frjálslegri því þau eru í viðskiptum við fagfjárfesta sem kunna fótum sínum forráð,“ sagði Frosti í Klinkinu á Stöð 2 í kvöld.Sjá einnig: Þingmaður segir galið að hækka bónusa Í frumvarpinu er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna en ekkert þak verður á bónusgreiðslur til almennra starfsmanna. „Það hafa komið umsagnir í þá veru að það sé ekki óhætt að gera þetta með þessum hætti og það hafa komið fram sjónarmið, sérstaklega hvað varðar stórar innlánsstofnanir sem eru að vissu leyti reknar með ríkisábyrgð á innistæðum og eru kannski í markaðsráðandi stöðu, að fara að hvetja almenna starfsmenn þeirra til dáða á kostnað almennings í landinu,“ sagði hann og bætti við að vinnan sé ekki komin það langt að búið sé að útfæra mögulega breytingu á kerfinu. Hann gerir þó ráð fyrir að nefndin muni koma með tillögu til breytinga. „Það hefur komið til álita að fresta þessu, gefa ráðuneytinu tækifæri til að vinna þetta yfir sumarið, reglur sem tækju tillit til þeirra umsagna sem hafa borist og þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram,“ sagði Frosti.Viðtalið við Frosta má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan
Alþingi Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira