Lífið

Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gísli Pálmi verður á Airwaves
Gísli Pálmi verður á Airwaves vísir
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins.

Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sautjánda sinn í ár, dagana 4. til 8. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves .

Listamennirnir sem bætast við eru:

Árstíðir

Battles (US)

Beach House (US)

Bo Ningen (JP)

Brim

Dikta

Felicita (UK)

Axel Flóvent

Future Brown (US)

Futuregrapher

Meilyr Jones (UK)

Kero Kero Bonito (UK)

Low Roar

Mitski (US)

Misþyrming

Máni Orrason

Gísli Pálmi

QT (US)

Rythmatik

Retro Stefson 

Skepta (UK)

Sleaford Mods (UK)

Sophie (UK)

Tanya Tagaq (CA)

William Tyler (US)

Vio

Mirel Wagner (FI)

Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Björk, John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mammút, Vök, Father John Misty (US)  Perfume Genius (US), GusGus, Júníus Meyvant, Ariel Pink (US), Bubbi og Dimma, M-Band, Batida (PT), Hinds (ES), Fufanu, Teitur Magnússon, East India Youth (UK), Young Karin, Pink Street Boys, Mourn (ES), BC Camplight (UK), Asonat, Yagya, The OBGM´s (CA), Tonik Ensemble, Ylja, Weaves (CA), Vök og dj flugvél og geimskip.

Björk í Eldborg, Hörpu, laugardaginn 7.nóvember kl 15:00

Miðum á tónleika Bjarkar verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds föstudaginn 6.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Eitt armband = einn miði á Björk.

John Grant og Sinfó, fimmtudaginn 5.nóvember kl 20:00

Miðum á tónleikana verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds fimmtudaginn 5.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni.

Hér að neðan má sjá myndband sem fylgir tilkynningunni.    






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.