Þráinn: Heimsklassaefni að koma upp Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2015 22:00 Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira