Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational - Rory McIlroy datt úr leik á Wentworth 23. maí 2015 12:30 Kevin Na á öðrum hring. Getty Bandaríkjamaðurinn Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Fort Worth herstöðinni í Texas en hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Englendingurinn Ian Poulter er í öðru sæti á átta höggum undir pari en hinn högglangi Boo Weekley kemur í þriðja sæti á sjö undir. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, verður að teljast ólíklegur til að endurtaka sigurinn frá því í fyrra en hann er á tveimur höggum undir pari, heilum átta höggum á eftir efsta manni. Þá er ungstirnið Jordan Spieth á þremur höggum undir pari en þeir tveir þurfa að leika vel á þriðja hring ef þeir ætla að eiga séns á sigri á sunnudaginn. Hinum megin við Atlantshafið fer BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en það er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á árinu. Þar leiðir Ítalinn Francesco Molinari á tíu höggum undir pari en það sem vakti mesta athygli var frammistaða besta kylfings heims, Rory McIlroy, en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu og unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann fann sig samt alls ekki á Wentworth í dag og lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði í 108. sæti og var langt frá því að ná niðurskurðinum sem miðaðist við einn yfir pari. Bæði Crowne Plaza Invitational og BMW PGA meistaramótið eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Fort Worth herstöðinni í Texas en hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Englendingurinn Ian Poulter er í öðru sæti á átta höggum undir pari en hinn högglangi Boo Weekley kemur í þriðja sæti á sjö undir. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, verður að teljast ólíklegur til að endurtaka sigurinn frá því í fyrra en hann er á tveimur höggum undir pari, heilum átta höggum á eftir efsta manni. Þá er ungstirnið Jordan Spieth á þremur höggum undir pari en þeir tveir þurfa að leika vel á þriðja hring ef þeir ætla að eiga séns á sigri á sunnudaginn. Hinum megin við Atlantshafið fer BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en það er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á árinu. Þar leiðir Ítalinn Francesco Molinari á tíu höggum undir pari en það sem vakti mesta athygli var frammistaða besta kylfings heims, Rory McIlroy, en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu og unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann fann sig samt alls ekki á Wentworth í dag og lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði í 108. sæti og var langt frá því að ná niðurskurðinum sem miðaðist við einn yfir pari. Bæði Crowne Plaza Invitational og BMW PGA meistaramótið eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira