Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Bæði lið enn ósigruð Tómas Þór Þórðarson á Víkingsvelli skrifar 20. maí 2015 12:40 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/ernir Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í frábærum fótboltaleik í Víkinni í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla. Bæði lið eru áfram ósigruð eftir kvöldið. Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic, þjálfarar Víkings, gerðu breytingar á liðinu sem skiluðu sér. Andri Rúnar Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni og bakvörðurinn Davíð Örn Atlason fór á hægri kantinn.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem má sjá hér að ofan. Aðeins voru liðnar 17 sekúndur þegar boltinn var kominn í markið hjá Stjörnunni. Andri Rúnar átti frábæra fyrirgjöf á Rolf Toft sem skoraði af stuttu færi. Fyrsta mark Danans fyrir Víking, 1-0. Toft var klárlega vel stemmdur í að gera sínum gömlu félögum lífið leitt. Hann hljóp úr sér lungum þann tíma sem hann var inn á vellinum. Hlaupin voru misgáfuleg, en danski sóknarmaðurinn gaf allt í þetta. Víkingar sáu sjálfir um að jafna metin. Miskilningur milli markvarðarins Denis Cardaklikja og bakvarðarins Halldór Smára Sigurðssonar varð til þess að Halldór þrumaði boltanum, að því virtist, í Alan Lowing og í netið. Hvort Halldór Smári heyrði ekki kallið frá Denis eða hvað er ljóst að Víkingar hefðu hæglega geta komist hjá því að láta Stjörnuna jafna þarna. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður af beggja hálfu og stungusending fyrirliðans Igors Taskovic skilaði marki þegar Andri Rúnar bætti við stoðsendinguna sína með sínu fyrsta marki í efstu deild. Gunnar varði frá honum skotið en boltinn skrúfaðist yfir Færeyinginn og Djúpmaðurinn fylgdi boltanum alla leið í netið. Staðan 2-1 eftir 41 mínútu. Heiðar Ægisson gerði Halldóri Smára lífið leitt í fyrri hálfleik og sending hans fyrir markið á 45. mínútu skilaði jöfnunarmarki 2-2. Jeppe Hansen tók boltann á lofti og þrumaði á markið. Denis var í boltanun en inn fór hann. Flautumark í fyrri hálfleik, 2-2. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri framan af. Liðin reyndu að spila en varnirnar tóku yfir og voru miðverðir beggja liða virkilega flottir. Gæðin í leiknum voru mikil, sérstaklega inn á miðsvæðinu. Igor Taskovic og Þorri Geir Rúnarsson stýrðu miðjuspili sinna liða, en báðir áttu stórgóðan leik. Igor þrautreyndur atvinnumaður en áfram heldur Þorri að heilla Stjörnumenn sem og aðra upp úr skónum. Þessi ungi leikmaður verður bara betri með hverjum leiknum. Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill framan af, en undir lokin fóru hlutirnir að gerast. Haukur Baldvinsson hefði getað unnið leikinn fyrir Víking undir lokin þegar hann slapp í gegn, en Gunnar Nielsen varði frá honum úr dauðafæri. Hinum megin átti Garðar Jóhannsson skalla í slána og Milos Zivkovic skaut í framhaldinu í slána á eigin marki. Mikill darraðadans en lokatölur, 2-2. Víkingar áfram ósigraðir með sex stig og Stjarnan með átta stig. Garðbæingar taplausir í 26 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. Þrjú jafntefli í röð hjá Víkingum staðreynd, en Fossvogspiltar verða að fara vinna aftur leik svo jafnteflin fari að telja.Ólafur: Þeir opna okkur aldrei "Við byrjuðum þetta frábærlega og vorum að spila vel, en klaufamistök verða okkur að falli í dag," sagði nokkuð svekktur Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, við Vísi eftir leikinn. Þjálfararnir gerðu breytingar á liðinu fyrir leik sem Ólafur var ánægður með. Davíð Örn Atlason fór á kantinn og Andri Rúnar kom inn í liðið. "Davíð hefur verið áræðinn og spilað vel. Okkur fannst liðið skorta meiri áræðni á síðasta þriðjungnum og Davíð leysti þetta vel. Hann hefur kannski ekki alveg hlaupagetuna núna til að klára þessa stöðu í 90 mínútur," sagði Ólafur. "Andri gerði líka fullt af fínum hlutum; leggur upp og skorar. Hann er sterkur og kom með hluti inn í liðið sem mér fannst okkur vanta." Ólafur var í heildina ánægður með leik liðsins, en auðvitað ekki mörkin sem Víkingur fékk á sig. "Við vorum þéttir og þeir opna okkur aldrei. Við fáum bara á okkur klaufaleg mörk þar sem menn eru ekki að tala saman og það er auðvitað mjög svekkjandi," sagði Ólafur. Haukur Baldvinsson, miðjumaður Víkings, var tekinn út af í fyrri hálfleik á móti ÍA. Sagan segir að eitthvað hafi gerst á milli hans og Ólafs í leiknum, en Haukur var engu að síður í byrjunarliðinu í dag. "Það mál var bara afgreitt og engin vandamál. Stundum verður bara að hjálpa þessum strákum aðeins. Þeir fæðast ekki tilbúnir," sagði Ólafur Þórðarson.Rúnar Páll: Auðvitað getum við tapað Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var mátulega sáttur við stigið sem Íslandsmeistararnir fengu í Víkinni í kvöld. Stjarnan fékk á sig mark eftir 17 sekúndur, hvernig var að horfa upp á það fyrir þjálfarann? "Það var skelfileg tilfinning," viðurkenndi Rúnar þó nokkuð léttur. "Þetta var frábær fótboltaleikur fyrir fólkið en ekki þjálfarana í fyrri hálfleik allavega þar sem við fengum á okkur þessi mörk," sagði hann. Stjarnan kom tvívegis til baka og jafnaði í fyrri hálfleik og hefði getað stolið sigrinum í blálokin. "Það var karkater hjá okkur að skora jöfnunarmarkið þarna rétt fyrir hálfleik og við hefðum getað tekið þetta," sagði Rúnar. "Víkingarnir opnuðu okkur samt alltof mikið í fyrri hálfleik. Við töluðum saman í hálfleik og þéttum raðirnar í þeim síðari. Það var gott að sjá." Stjarnan er nú taplaus í 26 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. Getur liðið einfaldlega tapað leik? "Auðvitað getum við tapað, en við viljum ekki tapa fótboltaleikjum. Við sýndum karakter að koma tvisvar til baka og það höfum við gert áður," sagði Rúnar, en eru tvö jafntefli í röð á þessum tímapunkti eitthvað áhyggjuefni? "Nei. Það er það ekki," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Rúnar Páll fékk fína gæslu í kvöld.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirÓlafur Þórðarson á línunni í kvöld.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í frábærum fótboltaleik í Víkinni í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla. Bæði lið eru áfram ósigruð eftir kvöldið. Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic, þjálfarar Víkings, gerðu breytingar á liðinu sem skiluðu sér. Andri Rúnar Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni og bakvörðurinn Davíð Örn Atlason fór á hægri kantinn.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem má sjá hér að ofan. Aðeins voru liðnar 17 sekúndur þegar boltinn var kominn í markið hjá Stjörnunni. Andri Rúnar átti frábæra fyrirgjöf á Rolf Toft sem skoraði af stuttu færi. Fyrsta mark Danans fyrir Víking, 1-0. Toft var klárlega vel stemmdur í að gera sínum gömlu félögum lífið leitt. Hann hljóp úr sér lungum þann tíma sem hann var inn á vellinum. Hlaupin voru misgáfuleg, en danski sóknarmaðurinn gaf allt í þetta. Víkingar sáu sjálfir um að jafna metin. Miskilningur milli markvarðarins Denis Cardaklikja og bakvarðarins Halldór Smára Sigurðssonar varð til þess að Halldór þrumaði boltanum, að því virtist, í Alan Lowing og í netið. Hvort Halldór Smári heyrði ekki kallið frá Denis eða hvað er ljóst að Víkingar hefðu hæglega geta komist hjá því að láta Stjörnuna jafna þarna. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður af beggja hálfu og stungusending fyrirliðans Igors Taskovic skilaði marki þegar Andri Rúnar bætti við stoðsendinguna sína með sínu fyrsta marki í efstu deild. Gunnar varði frá honum skotið en boltinn skrúfaðist yfir Færeyinginn og Djúpmaðurinn fylgdi boltanum alla leið í netið. Staðan 2-1 eftir 41 mínútu. Heiðar Ægisson gerði Halldóri Smára lífið leitt í fyrri hálfleik og sending hans fyrir markið á 45. mínútu skilaði jöfnunarmarki 2-2. Jeppe Hansen tók boltann á lofti og þrumaði á markið. Denis var í boltanun en inn fór hann. Flautumark í fyrri hálfleik, 2-2. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri framan af. Liðin reyndu að spila en varnirnar tóku yfir og voru miðverðir beggja liða virkilega flottir. Gæðin í leiknum voru mikil, sérstaklega inn á miðsvæðinu. Igor Taskovic og Þorri Geir Rúnarsson stýrðu miðjuspili sinna liða, en báðir áttu stórgóðan leik. Igor þrautreyndur atvinnumaður en áfram heldur Þorri að heilla Stjörnumenn sem og aðra upp úr skónum. Þessi ungi leikmaður verður bara betri með hverjum leiknum. Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill framan af, en undir lokin fóru hlutirnir að gerast. Haukur Baldvinsson hefði getað unnið leikinn fyrir Víking undir lokin þegar hann slapp í gegn, en Gunnar Nielsen varði frá honum úr dauðafæri. Hinum megin átti Garðar Jóhannsson skalla í slána og Milos Zivkovic skaut í framhaldinu í slána á eigin marki. Mikill darraðadans en lokatölur, 2-2. Víkingar áfram ósigraðir með sex stig og Stjarnan með átta stig. Garðbæingar taplausir í 26 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. Þrjú jafntefli í röð hjá Víkingum staðreynd, en Fossvogspiltar verða að fara vinna aftur leik svo jafnteflin fari að telja.Ólafur: Þeir opna okkur aldrei "Við byrjuðum þetta frábærlega og vorum að spila vel, en klaufamistök verða okkur að falli í dag," sagði nokkuð svekktur Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, við Vísi eftir leikinn. Þjálfararnir gerðu breytingar á liðinu fyrir leik sem Ólafur var ánægður með. Davíð Örn Atlason fór á kantinn og Andri Rúnar kom inn í liðið. "Davíð hefur verið áræðinn og spilað vel. Okkur fannst liðið skorta meiri áræðni á síðasta þriðjungnum og Davíð leysti þetta vel. Hann hefur kannski ekki alveg hlaupagetuna núna til að klára þessa stöðu í 90 mínútur," sagði Ólafur. "Andri gerði líka fullt af fínum hlutum; leggur upp og skorar. Hann er sterkur og kom með hluti inn í liðið sem mér fannst okkur vanta." Ólafur var í heildina ánægður með leik liðsins, en auðvitað ekki mörkin sem Víkingur fékk á sig. "Við vorum þéttir og þeir opna okkur aldrei. Við fáum bara á okkur klaufaleg mörk þar sem menn eru ekki að tala saman og það er auðvitað mjög svekkjandi," sagði Ólafur. Haukur Baldvinsson, miðjumaður Víkings, var tekinn út af í fyrri hálfleik á móti ÍA. Sagan segir að eitthvað hafi gerst á milli hans og Ólafs í leiknum, en Haukur var engu að síður í byrjunarliðinu í dag. "Það mál var bara afgreitt og engin vandamál. Stundum verður bara að hjálpa þessum strákum aðeins. Þeir fæðast ekki tilbúnir," sagði Ólafur Þórðarson.Rúnar Páll: Auðvitað getum við tapað Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var mátulega sáttur við stigið sem Íslandsmeistararnir fengu í Víkinni í kvöld. Stjarnan fékk á sig mark eftir 17 sekúndur, hvernig var að horfa upp á það fyrir þjálfarann? "Það var skelfileg tilfinning," viðurkenndi Rúnar þó nokkuð léttur. "Þetta var frábær fótboltaleikur fyrir fólkið en ekki þjálfarana í fyrri hálfleik allavega þar sem við fengum á okkur þessi mörk," sagði hann. Stjarnan kom tvívegis til baka og jafnaði í fyrri hálfleik og hefði getað stolið sigrinum í blálokin. "Það var karkater hjá okkur að skora jöfnunarmarkið þarna rétt fyrir hálfleik og við hefðum getað tekið þetta," sagði Rúnar. "Víkingarnir opnuðu okkur samt alltof mikið í fyrri hálfleik. Við töluðum saman í hálfleik og þéttum raðirnar í þeim síðari. Það var gott að sjá." Stjarnan er nú taplaus í 26 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. Getur liðið einfaldlega tapað leik? "Auðvitað getum við tapað, en við viljum ekki tapa fótboltaleikjum. Við sýndum karakter að koma tvisvar til baka og það höfum við gert áður," sagði Rúnar, en eru tvö jafntefli í röð á þessum tímapunkti eitthvað áhyggjuefni? "Nei. Það er það ekki," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Rúnar Páll fékk fína gæslu í kvöld.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirÓlafur Þórðarson á línunni í kvöld.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn