Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 12:07 Ingólfur Helgason (lengst til hægri) við hlið verjanda síns. Vísir/GVA Öll samskipti Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, við starfsmenn eigin viðskipta bankans voru eðlileg og eiga sér skýringar þó að orðnotkunin sé oft á tíðum gróf. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningsræðu sinni í dag. Ingólfur er meðal annars ákærður fyrir mikil kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi, en starfsmenn deildarinnar eiga að hafa keypt bréfin að undirlagi Ingólfs og annarra stjórnenda í bankanum. Vill saksóknari meina að markmið viðskiptanna hafi veri að koma í veg fyrir eða hægja á verði hlutabréfanna.„Bankadruslan“ og „dauður köttur“ Samtöl Ingólfs við meðákærðu Pétur Kristinn Guðmarsson, Birni Sæ Björnsson og Einar Pálma Sigmundsson, sem allt voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, hafa mörg hver verið spiluð fyrir dómi. Mörg ummæli í þeim hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna„, „dauða köttinn“ og að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.“ Verjandi Ingólfs sagði orðnotkunina mótast af vinnustaðamenningu og að þeir sem þekki ekki til þeirrar menningar geti lagt allt aðra merkingu í orðnotkunina en þá sem í raun búi þar að baki. Grímur fór svo yfir það að allir starfsmenn eigin viðskipta hafi staðfest að þeir hafi aldrei fengið óeðlileg eða ólögleg fyrirmæli frá Ingólfi. Þeir hafi aldrei fengið fyrirmæli um að fastsetja hlutabréfaverð í Kaupþingi eða að reyna að hafa óeðlileg áhrif á verðið. Þvert á móti hafi þeir einfaldlega átt að fylgja verðþróun á markaði og færa tilboðin til ef verðið breyttist.Óheppilegt en ekki óheimilt Þá fór verjandinn nokkuð ítarlega yfir það að ekkert ólöglegt hafi verið við það að Kaupþing ætti viðskipti með eigin hlutabréf. Deildin hafi í raun verið með viðskiptavakt í Kaupþingsbréfum, sem hafi þó ekki verið formleg í samræmi við 116. grein laga um verðbréfaviðskipti. Það leiði hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um brot á 117. grein laganna sé að ræða, þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun, og vísaði Grímur meðal annars í Rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings. Þar segir að rannsóknarnefndin telji mikil viðskipti bankanna með eigin bréf hafi verið „óheppileg“ en þó ekki “óheimil samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.” Sagði Grímur að af þessu leiði að um grundvallarmisskilning í málinu væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins. Með viðskiptavaktinni hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað heldur hafi seljanleiki hlutabréfanna einfaldlega verið tryggður og þar með hafi þau orðið verðmætari. Markaðurinn hafi verið upplýstur um þessa viðskiptavakt Kaupþings í eigin bréfum og eftirlitsaðilar einnig, þar með talið Fjármálaeftirlitið. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið gerðar neinar athugasemdir við viðskiptin. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Sjá meira
Öll samskipti Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, við starfsmenn eigin viðskipta bankans voru eðlileg og eiga sér skýringar þó að orðnotkunin sé oft á tíðum gróf. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningsræðu sinni í dag. Ingólfur er meðal annars ákærður fyrir mikil kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi, en starfsmenn deildarinnar eiga að hafa keypt bréfin að undirlagi Ingólfs og annarra stjórnenda í bankanum. Vill saksóknari meina að markmið viðskiptanna hafi veri að koma í veg fyrir eða hægja á verði hlutabréfanna.„Bankadruslan“ og „dauður köttur“ Samtöl Ingólfs við meðákærðu Pétur Kristinn Guðmarsson, Birni Sæ Björnsson og Einar Pálma Sigmundsson, sem allt voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, hafa mörg hver verið spiluð fyrir dómi. Mörg ummæli í þeim hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna„, „dauða köttinn“ og að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.“ Verjandi Ingólfs sagði orðnotkunina mótast af vinnustaðamenningu og að þeir sem þekki ekki til þeirrar menningar geti lagt allt aðra merkingu í orðnotkunina en þá sem í raun búi þar að baki. Grímur fór svo yfir það að allir starfsmenn eigin viðskipta hafi staðfest að þeir hafi aldrei fengið óeðlileg eða ólögleg fyrirmæli frá Ingólfi. Þeir hafi aldrei fengið fyrirmæli um að fastsetja hlutabréfaverð í Kaupþingi eða að reyna að hafa óeðlileg áhrif á verðið. Þvert á móti hafi þeir einfaldlega átt að fylgja verðþróun á markaði og færa tilboðin til ef verðið breyttist.Óheppilegt en ekki óheimilt Þá fór verjandinn nokkuð ítarlega yfir það að ekkert ólöglegt hafi verið við það að Kaupþing ætti viðskipti með eigin hlutabréf. Deildin hafi í raun verið með viðskiptavakt í Kaupþingsbréfum, sem hafi þó ekki verið formleg í samræmi við 116. grein laga um verðbréfaviðskipti. Það leiði hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um brot á 117. grein laganna sé að ræða, þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun, og vísaði Grímur meðal annars í Rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings. Þar segir að rannsóknarnefndin telji mikil viðskipti bankanna með eigin bréf hafi verið „óheppileg“ en þó ekki “óheimil samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.” Sagði Grímur að af þessu leiði að um grundvallarmisskilning í málinu væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins. Með viðskiptavaktinni hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað heldur hafi seljanleiki hlutabréfanna einfaldlega verið tryggður og þar með hafi þau orðið verðmætari. Markaðurinn hafi verið upplýstur um þessa viðskiptavakt Kaupþings í eigin bréfum og eftirlitsaðilar einnig, þar með talið Fjármálaeftirlitið. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið gerðar neinar athugasemdir við viðskiptin.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Sjá meira
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46