Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2015 18:00 Hin árlega sumarhátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldin við salarkynni félagsins að Rafstöðvarvegi 14, næstkomandi laugardag 13. júní. Dagskráin hefst klukkan 13:00 Það verður mikið um að vera í dalnum og við hvetjum alla veiðimenn til þess að fjölmenna í dalinn og eiga góðan dag með öðrum veiðimönnum, segja sögur, spyrja spurninga og læra meira. Dagskrá dagsins:– Pylsur verða á grillinu frá klukkan 13:00og að sjálfsögðu gos til að væta kverkarnar. – Jóhannes frá Laxfiskum verður við teljarann við Elliðaárnar og spjallar við gesti og gangandi um lífríki ánna. Gestum gefst kostur á því að skoða urriða og laxaseiði, allt eftir því hvað kemur í háfinn. – Fræðslunefnd félagsins verður við væsinn og sýnir gestum og gangandi hvernig skal bera sig að við hnýtingar á flugum. – Kastkeppni verður á túninu og gefst þar öllum kostur á að prófa fluguköstin og fá tilsögn til þess að bæta sig. – Afhending verðlauna í Fluguhnýtingarkeppni og Veiðisögukeppni Veiðimannsins. – Happdrætti, þeir sem mæta í dalinn fá happdrættismiða sem dregið verður úr og eru glæsileg veiðileyfi í verðlaun. Einungis er dregið úr þeim miðum sem verða á staðnum. – Gengið meðfram Elliðaánum, reyndir leiðsögumenn fara með áhugasama að veiðistöðum frá Ullarfossi og niðurúr og gefa tilsögn. Það eru allir velkomnir á hátíðina, jafnt félagar í SVFR og áhugamenn um veiði. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði
Hin árlega sumarhátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldin við salarkynni félagsins að Rafstöðvarvegi 14, næstkomandi laugardag 13. júní. Dagskráin hefst klukkan 13:00 Það verður mikið um að vera í dalnum og við hvetjum alla veiðimenn til þess að fjölmenna í dalinn og eiga góðan dag með öðrum veiðimönnum, segja sögur, spyrja spurninga og læra meira. Dagskrá dagsins:– Pylsur verða á grillinu frá klukkan 13:00og að sjálfsögðu gos til að væta kverkarnar. – Jóhannes frá Laxfiskum verður við teljarann við Elliðaárnar og spjallar við gesti og gangandi um lífríki ánna. Gestum gefst kostur á því að skoða urriða og laxaseiði, allt eftir því hvað kemur í háfinn. – Fræðslunefnd félagsins verður við væsinn og sýnir gestum og gangandi hvernig skal bera sig að við hnýtingar á flugum. – Kastkeppni verður á túninu og gefst þar öllum kostur á að prófa fluguköstin og fá tilsögn til þess að bæta sig. – Afhending verðlauna í Fluguhnýtingarkeppni og Veiðisögukeppni Veiðimannsins. – Happdrætti, þeir sem mæta í dalinn fá happdrættismiða sem dregið verður úr og eru glæsileg veiðileyfi í verðlaun. Einungis er dregið úr þeim miðum sem verða á staðnum. – Gengið meðfram Elliðaánum, reyndir leiðsögumenn fara með áhugasama að veiðistöðum frá Ullarfossi og niðurúr og gefa tilsögn. Það eru allir velkomnir á hátíðina, jafnt félagar í SVFR og áhugamenn um veiði.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði