RSÍ hafnar undanþágubeiðni RÚV | Stefnir í engar beinar útsendingar Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 15:23 Íslenska liðið situr í öðru sæti riðilsins einu stigi á eftir Tékkum. Því er um toppslag í riðlinum að ræða. Vísir/Daníel Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er mikil hætta á að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á föstudagskvöld verði ekki sýndur beint á RÚV. Ástæðan er yfirvofandi verkfall Rafiðnarsambandsins sem flestir tæknimenn RÚV eru meðlimir í. Verkfallið á að hefjast á miðnætti miðvikudaginn 10. júní og standa í sex daga. RÚV sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu vegna málsins þar sem kemur fram að RSÍ hafnaði beiðni RÚV um undanþágur til beinna útsendingar en ekkert verður af þeim fari tæknimennirnir í verkfall og engar undanþágur verði beittar.Fleiri leikir undir en Tékkaleikurinn Það er ekki bara Tékkaleikurinn sem er í hættu heldur tveir leikir íslenska karlalandlandsliðsins í handbolta og einn leikur hjá stelpunum. „RÚV sótti um undanþágur til að geta sinnt fjölbreyttu þjónustuhlutverki sínu við landsmenn, þrátt fyrir verkfall félagsmanna RSÍ. Þær snéru fyrst og fremst að mikilvægu öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, fréttaþjónustu og lágmarksdagskrá í sjónvarpi og útvarpi,“ segir í tilkynningu RÚV. RÚV vill einnig fá undanþágu til að sýna beint frá Grímunni, tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, guðþjónustu og fleira, en allir þessir dagskrárliðir eru áformaðir í verkfallsvikunni.Veitt undanþága fyrir leikinn við Kasakstan „Í hádeginu í dag barst svar frá RSÍ þar sem flestum undanþágubeiðnum var hafnað. RÚV hefur óskað eftir því við undanþágunefnd RSÍ að endurskoða ákvörðun sína og veiti rýmri heimildir en nú hafa verið samþykktar. Vonast er til þess að undanþágur verði rýmkaðar vegna ríkra hagsmuna fjölmargra landsmanna og félagasamtaka,“ segir í tilkynningu RÚV. Sama staða var uppi í mars þegar Ísland spilaði gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, en þá var veitt undanþága. „Í því ljósi hefur verið óskað eftir því að til samræmis verði veittar undanþáguheimildir fyrir beinum útsendingum nú,“ segir enn fremur í tilkynningu RÚV. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er mikil hætta á að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á föstudagskvöld verði ekki sýndur beint á RÚV. Ástæðan er yfirvofandi verkfall Rafiðnarsambandsins sem flestir tæknimenn RÚV eru meðlimir í. Verkfallið á að hefjast á miðnætti miðvikudaginn 10. júní og standa í sex daga. RÚV sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu vegna málsins þar sem kemur fram að RSÍ hafnaði beiðni RÚV um undanþágur til beinna útsendingar en ekkert verður af þeim fari tæknimennirnir í verkfall og engar undanþágur verði beittar.Fleiri leikir undir en Tékkaleikurinn Það er ekki bara Tékkaleikurinn sem er í hættu heldur tveir leikir íslenska karlalandlandsliðsins í handbolta og einn leikur hjá stelpunum. „RÚV sótti um undanþágur til að geta sinnt fjölbreyttu þjónustuhlutverki sínu við landsmenn, þrátt fyrir verkfall félagsmanna RSÍ. Þær snéru fyrst og fremst að mikilvægu öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, fréttaþjónustu og lágmarksdagskrá í sjónvarpi og útvarpi,“ segir í tilkynningu RÚV. RÚV vill einnig fá undanþágu til að sýna beint frá Grímunni, tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, guðþjónustu og fleira, en allir þessir dagskrárliðir eru áformaðir í verkfallsvikunni.Veitt undanþága fyrir leikinn við Kasakstan „Í hádeginu í dag barst svar frá RSÍ þar sem flestum undanþágubeiðnum var hafnað. RÚV hefur óskað eftir því við undanþágunefnd RSÍ að endurskoða ákvörðun sína og veiti rýmri heimildir en nú hafa verið samþykktar. Vonast er til þess að undanþágur verði rýmkaðar vegna ríkra hagsmuna fjölmargra landsmanna og félagasamtaka,“ segir í tilkynningu RÚV. Sama staða var uppi í mars þegar Ísland spilaði gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, en þá var veitt undanþága. „Í því ljósi hefur verið óskað eftir því að til samræmis verði veittar undanþáguheimildir fyrir beinum útsendingum nú,“ segir enn fremur í tilkynningu RÚV.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti