Kári Steinn fékk silfur: Enn slappur eftir Hamburg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2015 16:23 Kári Steinn í hlaupinu í dag. Marcos Sanza Arranz frá Andorra er á undan honum en hann vann að lokum gull. Vísir/Andri Marinó Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira
Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira