„Mig langar aftur í lífið mitt" Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 7. júní 2015 10:00 Pétur Kristján Guðmundsson var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á hér . Pétur lenti í hræðilegu slysi á nýársnótt 2011 í Austurríki og hlaut alvarlegan mænuskaða af. Hann er sá eini í sögu Grensáss með alvarlegan mænuskaða sem hefur staðið upp úr hjólastólnum. „Ég fékk að lifa kvartöld fullkomlega heilbrigðu lífi, sem ég er mjög þakklátur fyrir," segir Pétur sem flosnaði snemma upp úr menntaskóla og tók smiðspróf.„Ég notaði smiðsprófið og þá kunnáttu til þess að vinna – þetta var fyrir kreppu. Ég vann kannski í þrjá mánuði og gat ferðast um heiminn í ár. Ég gerði þetta aftur og aftur. Ég kom bara heim til þess að steypa brýr og það var auðvelt. Það var svo mikið að gera fyrir hrun, ég gat komið heim og valið úr verkefnum." Pétur vann í einhverja mánuði á Íslandi og ferðaðist svo um allan heim næstu árin frá 19 ára aldri til 24.Háður frelsinu „Ég ferðaðist um alla vestur Evrópu, frá barnæsku, en ég er hálfur Þjóðverji. Á ferðalögunum mínum seinna fór ég til suðaustur Asíu, Tælands, Malasíu og eyddi tíma í frumskóginum á Súmötru, sem var ótrúlega áhugavert. Ég hef líka skoðað alla Austur Evrópu. Svo hef ég verið í suður Ameríku, bjó til að mynda í Buenos Aires í Argentínu um tíma og ferðaðist 6-7000 kílómetra á puttanum um Patagóníu og Andes fjallagarðana. Svo er ég búinn að vera í Nýja-Sjálandi, en ég bjó þar í bíl í marga mánuði með kærustunni minni og ég er örugglega að gleyma einhverju,” segir Pétur og hlær. Hann lýsir frelsistilfinninguna sem hann fann í ferðalögum sínum. „Mér fannst þetta bara frábært. Það er aftur með skólann, ég var svo lélegur í honum, þið vitið hvernig þetta er - þú þarft að mæta, frá því þú ert sex ára gamall og þú hefur ekkert val. Síðan þegar ég varð unglingur var ég orðinn svo spenntur, hvenær ég fengi að gera það sem ég vildi. Ég nennti ekki að gera það sem allir aðrir vildu.Pétur KristjánVísir/Ernir„Um nítján, þegar ég var búinn með smiðsnámið lét ég mig bara hverfa. Það er svo spennandi að vera einhverstaðar hinu megin á hnettinum og allt er nýtt. Þú hefur allan tímann í heiminum því það er enginn skóli eða vinna fyrir þér. Þú ert þar, búinn að safna pening og allt er nýtt, möguleikarnir alls staðar og ævintýrið byrjar. Ég held ég hafi orðið háður þessu. Þetta er algjör frelsistilfinning og þú lærir svo mikið, þú ert að tala við fólk, kynnast nýjum menningarheimum, læra ný tungumál. Ég lærði til dæmis spænsku í Buenos Aires, þar sem ég átti tímabundið argentínska kærustu sem kenndi mér spænsku. Svona læri ég hluti. Ég get ekki lært tungumál í bók, ég verð að fara þar sem þeir tala það."Erfitt ár Pétur er nú nýkominn aftur til Íslands frá Þýskalandi þar sem hann bjó í eitt ár. „Það var svolítið erfitt ef ég á að segja eins og er. Ég ferðaðist um vestur Evrópu og kíkti á fólk sem ég þekkti, en það er ekki hægt að líkja þeim ferðalögum saman við það sem ég gerði áður. Alls ekki. Það er eitthvað allt annað. Árið í Þýskalandi var erfitt, ég var búin að stefna á að fara í aðgerð sem er verið að reyna núna, þar sem tölvu er komið fyrir á mænunni sem gefur neðri hlutanum hárrétt boð á hárretta staði á mænunni. Fyrstu manneskjurnar sem eru 8 talsins eru að fara í aðgerðina núna í júní og ég var búinn að vera í sambandi við manninn sem sér um þetta, Frakka sem er frumkvöðull og vísindamaður, síðan 2013. Svo kemst ég að því í mars að ég fyllti ekki upp í þær kröfur sem eru gerðar til þeirra sem fara í aðgerðina, því ég er slasaður of neðarlega. Þú getur horft á mænuna eins og tré og ég slasast þar sem tréð mætir jörðinni, sem er frimm hryggjarliðum ofar en ég slasaðist. Mig grunaði þetta, svosem, og þetta er skiljanlegt. Þeir þurfa að hafa meira pláss til að koma tölvunni fyrir. En hann gaf mér samt þá von að hann ætlar að framkvæma þetta á fleiri tegundum af mænuskaða í náinni framtíð. En það var þess vegna sem ég kom aftur til Íslands og gerðist talsmaður þessa átaks á Íslandi," útskýrir Pétur. „Mig langar aftur í lífið mitt. Ég tapaði nánast öllu sem ég hafði byggt upp á mínum 25 árum. Þið búið til ykkar eigið líf og á nokkrum sekúndum er það tekið frá þér og þú hefur ekki hugmynd um hvert þú ert. Það er ótrúlega erfitt.” Pétur er meðal þeirra sem standa fyrir átakinu Stattu með taugakerfinu. „Það þarf bara að skrifa nafnið sitt á taugakerfid.is, það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég biðla til þjóðarinnar að gera þetta.” Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Pétur Kristján Guðmundsson var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á hér . Pétur lenti í hræðilegu slysi á nýársnótt 2011 í Austurríki og hlaut alvarlegan mænuskaða af. Hann er sá eini í sögu Grensáss með alvarlegan mænuskaða sem hefur staðið upp úr hjólastólnum. „Ég fékk að lifa kvartöld fullkomlega heilbrigðu lífi, sem ég er mjög þakklátur fyrir," segir Pétur sem flosnaði snemma upp úr menntaskóla og tók smiðspróf.„Ég notaði smiðsprófið og þá kunnáttu til þess að vinna – þetta var fyrir kreppu. Ég vann kannski í þrjá mánuði og gat ferðast um heiminn í ár. Ég gerði þetta aftur og aftur. Ég kom bara heim til þess að steypa brýr og það var auðvelt. Það var svo mikið að gera fyrir hrun, ég gat komið heim og valið úr verkefnum." Pétur vann í einhverja mánuði á Íslandi og ferðaðist svo um allan heim næstu árin frá 19 ára aldri til 24.Háður frelsinu „Ég ferðaðist um alla vestur Evrópu, frá barnæsku, en ég er hálfur Þjóðverji. Á ferðalögunum mínum seinna fór ég til suðaustur Asíu, Tælands, Malasíu og eyddi tíma í frumskóginum á Súmötru, sem var ótrúlega áhugavert. Ég hef líka skoðað alla Austur Evrópu. Svo hef ég verið í suður Ameríku, bjó til að mynda í Buenos Aires í Argentínu um tíma og ferðaðist 6-7000 kílómetra á puttanum um Patagóníu og Andes fjallagarðana. Svo er ég búinn að vera í Nýja-Sjálandi, en ég bjó þar í bíl í marga mánuði með kærustunni minni og ég er örugglega að gleyma einhverju,” segir Pétur og hlær. Hann lýsir frelsistilfinninguna sem hann fann í ferðalögum sínum. „Mér fannst þetta bara frábært. Það er aftur með skólann, ég var svo lélegur í honum, þið vitið hvernig þetta er - þú þarft að mæta, frá því þú ert sex ára gamall og þú hefur ekkert val. Síðan þegar ég varð unglingur var ég orðinn svo spenntur, hvenær ég fengi að gera það sem ég vildi. Ég nennti ekki að gera það sem allir aðrir vildu.Pétur KristjánVísir/Ernir„Um nítján, þegar ég var búinn með smiðsnámið lét ég mig bara hverfa. Það er svo spennandi að vera einhverstaðar hinu megin á hnettinum og allt er nýtt. Þú hefur allan tímann í heiminum því það er enginn skóli eða vinna fyrir þér. Þú ert þar, búinn að safna pening og allt er nýtt, möguleikarnir alls staðar og ævintýrið byrjar. Ég held ég hafi orðið háður þessu. Þetta er algjör frelsistilfinning og þú lærir svo mikið, þú ert að tala við fólk, kynnast nýjum menningarheimum, læra ný tungumál. Ég lærði til dæmis spænsku í Buenos Aires, þar sem ég átti tímabundið argentínska kærustu sem kenndi mér spænsku. Svona læri ég hluti. Ég get ekki lært tungumál í bók, ég verð að fara þar sem þeir tala það."Erfitt ár Pétur er nú nýkominn aftur til Íslands frá Þýskalandi þar sem hann bjó í eitt ár. „Það var svolítið erfitt ef ég á að segja eins og er. Ég ferðaðist um vestur Evrópu og kíkti á fólk sem ég þekkti, en það er ekki hægt að líkja þeim ferðalögum saman við það sem ég gerði áður. Alls ekki. Það er eitthvað allt annað. Árið í Þýskalandi var erfitt, ég var búin að stefna á að fara í aðgerð sem er verið að reyna núna, þar sem tölvu er komið fyrir á mænunni sem gefur neðri hlutanum hárrétt boð á hárretta staði á mænunni. Fyrstu manneskjurnar sem eru 8 talsins eru að fara í aðgerðina núna í júní og ég var búinn að vera í sambandi við manninn sem sér um þetta, Frakka sem er frumkvöðull og vísindamaður, síðan 2013. Svo kemst ég að því í mars að ég fyllti ekki upp í þær kröfur sem eru gerðar til þeirra sem fara í aðgerðina, því ég er slasaður of neðarlega. Þú getur horft á mænuna eins og tré og ég slasast þar sem tréð mætir jörðinni, sem er frimm hryggjarliðum ofar en ég slasaðist. Mig grunaði þetta, svosem, og þetta er skiljanlegt. Þeir þurfa að hafa meira pláss til að koma tölvunni fyrir. En hann gaf mér samt þá von að hann ætlar að framkvæma þetta á fleiri tegundum af mænuskaða í náinni framtíð. En það var þess vegna sem ég kom aftur til Íslands og gerðist talsmaður þessa átaks á Íslandi," útskýrir Pétur. „Mig langar aftur í lífið mitt. Ég tapaði nánast öllu sem ég hafði byggt upp á mínum 25 árum. Þið búið til ykkar eigið líf og á nokkrum sekúndum er það tekið frá þér og þú hefur ekki hugmynd um hvert þú ert. Það er ótrúlega erfitt.” Pétur er meðal þeirra sem standa fyrir átakinu Stattu með taugakerfinu. „Það þarf bara að skrifa nafnið sitt á taugakerfid.is, það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég biðla til þjóðarinnar að gera þetta.”
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira