Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2015 10:12 Bubbi með laxinn sem hann fékk á Eyrinni Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði