Snerti fyrst kringluna í fyrra og vann gull á Smáþjóðaleikunum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:00 Guðni Valur með verðlaunin sín í dag. Vísir/E. Stefán Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Sjá meira
Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Sjá meira