Ótrúleg endurkoma Fylkis | Pedersen með þrennu í öruggum Valssigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2015 21:18 Valsmenn unnu 4-0 sigur á Selfossi. vísir/vilhelm Níu leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld. KR rúllaði yfir Keflavík suður með sjó en nánar má lesa um leikinn hér. Fjölnir átti ekki í vandræðum með að leggja ÍA að velli, 0-3, eins og lesa má um hér, og Stjarnan hafði betur gegn Leiknir R. eftir vítaspyrnukeppni. Lesa má um leikinn með því að smella hér. Fylkir tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum með ævintýralegum endaspretti gegn C-deildarliði Njarðvíkur sem leiddi 0-2 þegar sjö mínútur voru eftir. En Fylkismenn skoruðu þrjú mörk á lokakaflanum og tryggðu sér sigurinn. Ásgeir Örn Arnþórsson, Ragnar Bragi Sveinsson og Davíð Einarsson skoruðu mörk Árbæinga. FH vann 2-1 sigur á B-deildarliði HK eftir að hafa lent undir strax á 4. mínútu. Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði mark HK en Steven Lennon og Þórarinn Ingi Valdimarsson mörk Fimleikafélagsins. Patrick Pedersen skoraði þrjú mörk Vals í 4-0 sigri liðsins á Selfossi á Vodafone-vellinum. Tómas Óli Garðarsson skoraði fjórða og síðasta mark Vals í uppbótartíma. Dominic Khori Adams skoraði einnig þrennu fyrir ÍBV sem vann 0-6 sigur á Létti. Richard Sæþór Sigurðsson skoraði tvö mörk og Jonathan Glenn eitt. Kristófer Eggertsson var hetja Víkings Ólafsvíkur sem vann 2-3 sigur á Þór á Akureyri. Þórsarar leiddu 2-1 í hálfleik og þannig var staðan fram á 81. mínútu þegar Ingólfur Sigurðsson jafnaði metin. Kristófer skoraði svo sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Víkingur þurfti framlengingu til að leggja C-deildarlið Hattar að velli. Rolf Toft og Igor Taskovic tryggðu Víkingum sigurinn með tveimur mörkum í framlengingunni.Úrslit kvöldsins: Léttir 0-6 ÍBV Þór Ak. 2-3 Víkingur Ó. Keflavík 0-5 KR Stjarnan 1-1 Leiknir R. (7-6 eftir vítaspyrnukeppni) ÍA 0-3 Fjölnir FH 2-1 HK Fylkir 3-2 Njarðvík Víkingur R. 2-0 Höttur Valur 4-0 Selfoss Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Níu leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld. KR rúllaði yfir Keflavík suður með sjó en nánar má lesa um leikinn hér. Fjölnir átti ekki í vandræðum með að leggja ÍA að velli, 0-3, eins og lesa má um hér, og Stjarnan hafði betur gegn Leiknir R. eftir vítaspyrnukeppni. Lesa má um leikinn með því að smella hér. Fylkir tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum með ævintýralegum endaspretti gegn C-deildarliði Njarðvíkur sem leiddi 0-2 þegar sjö mínútur voru eftir. En Fylkismenn skoruðu þrjú mörk á lokakaflanum og tryggðu sér sigurinn. Ásgeir Örn Arnþórsson, Ragnar Bragi Sveinsson og Davíð Einarsson skoruðu mörk Árbæinga. FH vann 2-1 sigur á B-deildarliði HK eftir að hafa lent undir strax á 4. mínútu. Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði mark HK en Steven Lennon og Þórarinn Ingi Valdimarsson mörk Fimleikafélagsins. Patrick Pedersen skoraði þrjú mörk Vals í 4-0 sigri liðsins á Selfossi á Vodafone-vellinum. Tómas Óli Garðarsson skoraði fjórða og síðasta mark Vals í uppbótartíma. Dominic Khori Adams skoraði einnig þrennu fyrir ÍBV sem vann 0-6 sigur á Létti. Richard Sæþór Sigurðsson skoraði tvö mörk og Jonathan Glenn eitt. Kristófer Eggertsson var hetja Víkings Ólafsvíkur sem vann 2-3 sigur á Þór á Akureyri. Þórsarar leiddu 2-1 í hálfleik og þannig var staðan fram á 81. mínútu þegar Ingólfur Sigurðsson jafnaði metin. Kristófer skoraði svo sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Víkingur þurfti framlengingu til að leggja C-deildarlið Hattar að velli. Rolf Toft og Igor Taskovic tryggðu Víkingum sigurinn með tveimur mörkum í framlengingunni.Úrslit kvöldsins: Léttir 0-6 ÍBV Þór Ak. 2-3 Víkingur Ó. Keflavík 0-5 KR Stjarnan 1-1 Leiknir R. (7-6 eftir vítaspyrnukeppni) ÍA 0-3 Fjölnir FH 2-1 HK Fylkir 3-2 Njarðvík Víkingur R. 2-0 Höttur Valur 4-0 Selfoss
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira