Blatter hættir sem forseti FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 16:50 Blatter tilkynnir afsögn sína í dag. Vísir/Getty Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“ Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira