Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 0-3 | Auðvelt hjá Fylkismönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. júní 2015 12:11 Fylkismenn eru komnir áfram í 8-liða úrslitin. Vísir/stefán Fylkismenn hefndu fyrir tapið í Pepsi-deildinni um daginn þegar liðið sló Íslandsmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og fór hann 3-0 fyrir Fylki. Tómas Joð Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson gerði allir sitt markið hver fyrir Fylkismenn. Liðin voru bæði ákveðin alveg frá fyrstu mínútu og bæði líklega til þess að skora mark. Fylkismenn voru samt sem áður örlítið sterkari og með Albert Brynjar Ingason alveg á fulli í fremstu víglínu. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að ráða við hraðan á honum. Gestirnir fengu nokkur góð færi áður en bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skoraði laglegt mark fyrir Fylki. Tómas fékk boltann við vítateigsbogann og smurði hann í netið með vinstri fæti. Stjörnumenn hrukku vel í gang eftir markið og áttu nokkur tækifæri til að koma sér í góð færi, það vantaði samt alltaf þessa úrslitasendingu sem skilur oft á milli. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Stjarnan byrjaði betur í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Rúnar Páll gerði tvær breytingar í hálfleiknum og setti Veigar Pál og Arnar Már inn á völlinn. Hann var greinilega ekki sáttur með sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur en þegar leið á hann fór botninn nokkuð úr þeirra sóknarleik. Fylkismenn beittu markvissum skyndisóknum og voru alltaf hættulegir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum setti Albert Brynjar annað mark Fylkismann þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Svein Sigurð Jóhannesson í marki Stjörnunnar. Áður hafði Brynjar Gauti misst boltann frá sér á versta stað og það nýtti Albert sér vel. Fylkismenn náðu síðan að gera útum leikinn undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson skoraði þriðja markið. Þeir appelsínugulu unnu því nokkuð auðveldan sigur á Stjörnunni og eru komnir í 8-liða úrslitin. Tómas: Brutum ísinn með markinu mínuTómas Joð Þorsteinsson.Vísir/Daníel„Ég var bara mjög ánægður með að skora, vinna boltann þarna á miðjunni og fylgja því eftir,“ segir Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, eftir leikinn. „Ég er bara gríðarlega ánægður með leik okkar í heild sinni,“ segir Tómas en Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 aðeins fyrir nokkrum dögum. „Við gerum alveg slatta vel í þeim leik en það vantaði að brjóta ísinn. Það gerum við í kvöld með mínu marki.“ Tómas segir að Fylkir hafi skapað sér fullt af færum í kvöld en á sama tíma hafi Stjarnan ekki skapað sér mörg. „Við horfum mikið á þessa keppni. Það munaði engu að við hefðum dottið út gegn Njarðvíkingum og núna erum við komnir í 8-liða úrlitin. Það er alltaf gaman að taka þátt í svona ævintýri.“ Halldór: Náðum aldrei að enda okkur sóknir velHalldór Orri.„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við byrja þetta ágætlega og héldum boltanum nokkuð vel. Síðan ná þeir að skora og það breyttist eitthvað þegar við erum lentir undir.“ Halldór segir að það hafi aldrei gengið að klára sóknirnar með góðri lokasendingu. „Við náðum aldrei að enda okkar sóknir vel og þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld. Hann segir að ekki hafi verið um eitthvað vanmat að ræða. „Þeir mæta auðvitað særðir eftir tapið á móti okkur á mánudaginn og þetta féll einnig með þeim í dag.“ Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Fylkismenn hefndu fyrir tapið í Pepsi-deildinni um daginn þegar liðið sló Íslandsmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og fór hann 3-0 fyrir Fylki. Tómas Joð Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson gerði allir sitt markið hver fyrir Fylkismenn. Liðin voru bæði ákveðin alveg frá fyrstu mínútu og bæði líklega til þess að skora mark. Fylkismenn voru samt sem áður örlítið sterkari og með Albert Brynjar Ingason alveg á fulli í fremstu víglínu. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að ráða við hraðan á honum. Gestirnir fengu nokkur góð færi áður en bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skoraði laglegt mark fyrir Fylki. Tómas fékk boltann við vítateigsbogann og smurði hann í netið með vinstri fæti. Stjörnumenn hrukku vel í gang eftir markið og áttu nokkur tækifæri til að koma sér í góð færi, það vantaði samt alltaf þessa úrslitasendingu sem skilur oft á milli. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Stjarnan byrjaði betur í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Rúnar Páll gerði tvær breytingar í hálfleiknum og setti Veigar Pál og Arnar Már inn á völlinn. Hann var greinilega ekki sáttur með sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur en þegar leið á hann fór botninn nokkuð úr þeirra sóknarleik. Fylkismenn beittu markvissum skyndisóknum og voru alltaf hættulegir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum setti Albert Brynjar annað mark Fylkismann þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Svein Sigurð Jóhannesson í marki Stjörnunnar. Áður hafði Brynjar Gauti misst boltann frá sér á versta stað og það nýtti Albert sér vel. Fylkismenn náðu síðan að gera útum leikinn undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson skoraði þriðja markið. Þeir appelsínugulu unnu því nokkuð auðveldan sigur á Stjörnunni og eru komnir í 8-liða úrslitin. Tómas: Brutum ísinn með markinu mínuTómas Joð Þorsteinsson.Vísir/Daníel„Ég var bara mjög ánægður með að skora, vinna boltann þarna á miðjunni og fylgja því eftir,“ segir Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, eftir leikinn. „Ég er bara gríðarlega ánægður með leik okkar í heild sinni,“ segir Tómas en Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 aðeins fyrir nokkrum dögum. „Við gerum alveg slatta vel í þeim leik en það vantaði að brjóta ísinn. Það gerum við í kvöld með mínu marki.“ Tómas segir að Fylkir hafi skapað sér fullt af færum í kvöld en á sama tíma hafi Stjarnan ekki skapað sér mörg. „Við horfum mikið á þessa keppni. Það munaði engu að við hefðum dottið út gegn Njarðvíkingum og núna erum við komnir í 8-liða úrlitin. Það er alltaf gaman að taka þátt í svona ævintýri.“ Halldór: Náðum aldrei að enda okkur sóknir velHalldór Orri.„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við byrja þetta ágætlega og héldum boltanum nokkuð vel. Síðan ná þeir að skora og það breyttist eitthvað þegar við erum lentir undir.“ Halldór segir að það hafi aldrei gengið að klára sóknirnar með góðri lokasendingu. „Við náðum aldrei að enda okkar sóknir vel og þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld. Hann segir að ekki hafi verið um eitthvað vanmat að ræða. „Þeir mæta auðvitað særðir eftir tapið á móti okkur á mánudaginn og þetta féll einnig með þeim í dag.“
Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira