Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 17. júní 2015 09:39 Glæsileg veiði hjá Maríu Petrínu í gærkvöldi Mynd: María Petrína Ingólfsdóttir Kleifarvatn hefur verið risjótt það sem af er sumri en vatnið gefur oft best á þeim árstíma. Eitthvað hefur þó hreyft við fiskinum í vatninu í gær en svo virðist sem nokkrir veiðimenn sem renndu í vatnið hafa greinilega hitt á réttann stað og réttann tíma. Veiðikonan María Petrína Ingólfsdóttir, sem nýlega veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni, átti aldeilis frábært kvöld í Kleifarvatni í gær þegar hún fékk sjö stóra urriða á maðk. Tveir aðrir veiðimenn sem hafa látið okkur vita af veiði fengu minna en annar þeirra missti þó fisk sem hann var með á í tæpar 20 mínútur. Baráttann endaði þó ekki veiðimanni í hag en fiskurinn sleit tauminn stutt frá landi. Hann tók grænan Nobbler á sökklínu sem var dregin mjög hægt inn en sú aðferð hefur oft gefið vel t.d. í urriðanum á Þingvöllum og í Veiðivötnum. Núna er sumarið að komast á fullt í veiðinni og okkur langar að heyra frá veiðimönnum frá sem flestum stöðum sem vilja deila með okkur veiðimyndum og veiðisögum. Þið getið sent okkur póst á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Ástandið í Soginu mjög alvarlegt Veiði
Kleifarvatn hefur verið risjótt það sem af er sumri en vatnið gefur oft best á þeim árstíma. Eitthvað hefur þó hreyft við fiskinum í vatninu í gær en svo virðist sem nokkrir veiðimenn sem renndu í vatnið hafa greinilega hitt á réttann stað og réttann tíma. Veiðikonan María Petrína Ingólfsdóttir, sem nýlega veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni, átti aldeilis frábært kvöld í Kleifarvatni í gær þegar hún fékk sjö stóra urriða á maðk. Tveir aðrir veiðimenn sem hafa látið okkur vita af veiði fengu minna en annar þeirra missti þó fisk sem hann var með á í tæpar 20 mínútur. Baráttann endaði þó ekki veiðimanni í hag en fiskurinn sleit tauminn stutt frá landi. Hann tók grænan Nobbler á sökklínu sem var dregin mjög hægt inn en sú aðferð hefur oft gefið vel t.d. í urriðanum á Þingvöllum og í Veiðivötnum. Núna er sumarið að komast á fullt í veiðinni og okkur langar að heyra frá veiðimönnum frá sem flestum stöðum sem vilja deila með okkur veiðimyndum og veiðisögum. Þið getið sent okkur póst á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Ástandið í Soginu mjög alvarlegt Veiði