Þjóðin í tvö horn vegna laga á verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Helmingur aðspurðra í nýrri skoðanakönnun blaðsins telur að það hafi ekki verið rétt að setja lög á verkföllin. Vísir/Valli „Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu, segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Helmingur aðspurðra telur að það hafi ekki verið rétt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni. En þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku má sjá að 58 prósent telja að ekki hafi verið rétt að setja lög á verkfallið en 42 prósent telja að það hafi verið rétt.Ólafur túlkar þá niðurstöðu að 42 prósent hafi sagt að það væri rétt að setja lög á verkfallið þannig að það sýni mikilvægi þessara starfsstétta í þeirri þjónustu sem er verið að veita hérna á Íslandi. „Fólk telur að þetta sé þjónusta sem ekki megi missa sín og það er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að tala um undanfarið. Að það þurfi að gera þessi störf samkeppnishæf í launum, þannig að fólk kjósi að vinna við þau. Þetta þykir mér bara algjörlega endurspegla það,“ sagði Ólafur Skúlason. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum á Alþingi á föstudag. Þau voru samþykkt síðar um helgina. Í aðdraganda laganna hafði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og aðrir stjórnendur lýst áhyggjum af öryggi sjúklinga. Fulltrúar þeirra starfsstétta sem verkfallsrétturinn var tekinn af hafa hins vegar lýst mikilli reiði. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.205 manns þar til náðist í 774 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00 Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu, segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Helmingur aðspurðra telur að það hafi ekki verið rétt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni. En þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku má sjá að 58 prósent telja að ekki hafi verið rétt að setja lög á verkfallið en 42 prósent telja að það hafi verið rétt.Ólafur túlkar þá niðurstöðu að 42 prósent hafi sagt að það væri rétt að setja lög á verkfallið þannig að það sýni mikilvægi þessara starfsstétta í þeirri þjónustu sem er verið að veita hérna á Íslandi. „Fólk telur að þetta sé þjónusta sem ekki megi missa sín og það er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að tala um undanfarið. Að það þurfi að gera þessi störf samkeppnishæf í launum, þannig að fólk kjósi að vinna við þau. Þetta þykir mér bara algjörlega endurspegla það,“ sagði Ólafur Skúlason. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum á Alþingi á föstudag. Þau voru samþykkt síðar um helgina. Í aðdraganda laganna hafði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og aðrir stjórnendur lýst áhyggjum af öryggi sjúklinga. Fulltrúar þeirra starfsstétta sem verkfallsrétturinn var tekinn af hafa hins vegar lýst mikilli reiði. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.205 manns þar til náðist í 774 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00 Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42
Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum