Erlent

Donald Trump vill verða forseti Bandaríkjanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Donald Trump býður sig fram í forvali Repúblikana.
Donald Trump býður sig fram í forvali Repúblikana. vísir/getty
Fasteignamógúllinn og milljarðamæringurinn Donald Trump tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Hann hélt fjölmennan fund í byggingu sinni, Trump-turninum, í New York og sagði að hann vildi gera Bandaríkin að stórkostlegu landi á ný.

Trump býður sig fram í forvali Repúblikanaflokksins en síðustu ár hefur reglulega komi upp orðrómur um að hann ætli að láta til skarar skríða.

Í ræðu sinni í dag sagði Trump meðal annars frá áformum sínum um að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að sporna við straumi innflytjenda. Hann hyggst láta Mexíkó borga brúsann en lét þess þó að enginn reisi byggingar eða múra eins og Donald Trump.

Alls hafa tólf Repúblikanar formlega tilkynnt um framboð sitt til forseta, þar á meðal Jeb Bush, sonur George Bush, fyrrverandi forseta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×