Páll Matthíasson: Verkfallinu varð að ljúka Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 13:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira