Páll Matthíasson: Verkfallinu varð að ljúka Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 13:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira