Sport

Werdum er óumdeildur þungavigtarmeistari UFC

Fabricio Werdum sigraði Velasquez með hálstaki um miðja þriðju lotu.
Fabricio Werdum sigraði Velasquez með hálstaki um miðja þriðju lotu. vísir/getty
Cain Velasquez og Fabricio Werdum mættust í nótt í titilbardaga í þungavigt UFC en Velasquez hafði ekki barist síðan í október 2013.

Bardaginn í nótt var fyrsti bardagi Cain Velasquez síðan í október 2013 en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Hann vann þennan titil fyrir um þremur árum síðan en vegna meiðsla og fjarveru hans frá íþróttinni bjó UFC til svokallaðan bráðabirgðartitil.

Þann titil vann Fabricio Werdum þegar hann lagði Mark Hunt af hólmi. Því var baradaginn í nótt bardagi til að skera úr um það hver væri óumdeildur þungavigtarmeistari UFC.

Til að gera langa sögu stutta, þá fór svo að Werdum náði góðu hálstaki um miðja þriðju lotu sem endaði með því að Velasquez gafst upp þegar 2:13 voru eftir af þriðju lotu.

 

"Ég var með góða áætlun og ég átti mér stóran draum. Hann rættist í dag," sagði hinn 37 ára gamli og óumdeildi þungavigtarmeistari UFC, Fabricio Werdum.

Bardaginn fór fram í Mexíkóborg þar sem loftslagið er þunnt og margir bardagakappar hafa átt í erfiðleikum með að aðlagast því. Werdum eyddi mánuði í Mexíkóborg í aðdraganda bardagans.

"Ég var hér við æfingar í tvær vikur. Líklega hefur það ekki verið nóg. Ég bið alla hér afsökunar. Þetta hvetur mig til að koma tilbaka og vinna beltið aftur," sagði Velasquez, sem er af mexíkóskum ættum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×