Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:45 Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið. Verkfall 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið.
Verkfall 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira