Innlent

Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigmundur á vellinum.
Sigmundur á vellinum. vísir/ernir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. Á meðan deila þingmenn um verkfallsfrumvarpið á Alþingi en umræður hafa staðið yfir frá klukkan hálf tvö í dag.

Nú síðast í apríl var Sigmundur Davíð gagnrýndur fyrir að hafa ekki sótt fyrsta þingfund Alþingis eftir tveggja vikna leyfi. Í ljós kom að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal.

Óvíst er hvort frumvarpið verði að lögum í kvöld og bendir því flest til þess að boðað verði til annars þingfundar í fyrramálið.

Bjarni Benediktsson í heiðursstúkunni. Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnar er rétt fyrir aftan.vísir/ernir
Ráðherrarnir hafa vakið athygli viðstaddra, en þeir sitja í heiðursstúkunni.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×