Árásarmaður hefur sprengt sig í loft upp við forna hofið Karnak nærri borginni Luxor í Egyptalandi. Milljónir ferðamanna heimsækja hofið á hverju ári en þeir voru fáir þegar sprengingin varð. Lögreglumenn felldu tvo aðra árásarmenn í skotbardaga skömmu eftir árásina.
Fjórir eru særðir eftir árásina. Tveir ferðamenn og tveir lögreglumenn.
Ferðaþjónusta er stærsti iðnaður Luxor og þar eru fjölmörg ævaforn hof og aðrar minjar. Árið 1997 felldu vígamenn 59 manns þegar þeir hófu skothríð við Hatshepsut hofið á vesturbakka Nílar. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur engin lýst yfir ábyrgð á árásinni í morgun. Hins vegar ber aðferðinni saman við aðferðir uppreisnarmanna á Sinaiskaga.
Í fyrra lýsti uppreisnarhópurinn, sem nefnist Ansar Beit al-Maqdis, sig hliðholla Íslamska ríkinu. ISIS hafa gjöreyðilagt fornar minjar í Sýrlandi og Írak.
Á vef BBC segir að tveir lögregluþjónar hafi verið skotnir til bana á veginum að píramídunum í Giza í síðustu viku.
Erlent