Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 21:02 Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins. Grikkland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins.
Grikkland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira