Ferðamenn flýja Túnis í þúsundatali Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 19:58 Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32