Hverfandi líkur á að samningar takist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. júní 2015 18:30 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Vísir/Stefán Hverfandi líkur eru á að samningar takist á milli ríkisins og Bandalags háskólamanna áður deilan fer fyrir gerðardóm, að mati formanns BHM. Ríkissáttasemjari segir ekki tilefni til að boða til nýs samningafundar.Samningnefndir ríkisins og BHM hittust síðast á fundi í Karphúsinu á þriðjudaginn eftir hálfs mánaðar hlé. Fundurinn reyndist árangurslaus og hann stóð aðeins í nokkrar mínútur. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari að ekkert tilefni sé til að boða til nýs samningafundar að svo stöddu.Ef nýjir kjarasamningar nást ekki á milli ríkisins og BHM fyrir 1. júlí þá fær gerðardómur það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM telur litlar líkur á að samningar takist áður en deilan fer fyrir gerðardóm.„Ætli að maður verði ekki að segja að líkurnar á því séu hverfandi. Það hefur ekkert breyst. Síðasti fundur var árangurslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert gert til að koma til móts við okkur og til þess voru lögin sett, til þess að skrifa inn þær forsendur sem að hentuðu öðrum samningsaðilanum. Þannig að það stefnir allt að einu,“ segir Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir að ljóst hafi verið frá því um miðjan mánuðinn í hvað stefndi. „Það hafa engar forsendur breyst hinu megin við borðið,“ segir Þórunn.BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laganna sem stöðvuðu verkfallsaðgerðir þeirra. Þórunn vonar að niðurstaða liggi fyrir júlí.„Það er búið að þingfesta og málið verður tekið fyrir bráðlega og málflutningur 6. júlí og við fengum flýtimeðferð þannig að við eigum von á því að það falli dómur í júlímánuði í Héraðsdómi,“ segir Þórunn. Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Hverfandi líkur eru á að samningar takist á milli ríkisins og Bandalags háskólamanna áður deilan fer fyrir gerðardóm, að mati formanns BHM. Ríkissáttasemjari segir ekki tilefni til að boða til nýs samningafundar.Samningnefndir ríkisins og BHM hittust síðast á fundi í Karphúsinu á þriðjudaginn eftir hálfs mánaðar hlé. Fundurinn reyndist árangurslaus og hann stóð aðeins í nokkrar mínútur. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari að ekkert tilefni sé til að boða til nýs samningafundar að svo stöddu.Ef nýjir kjarasamningar nást ekki á milli ríkisins og BHM fyrir 1. júlí þá fær gerðardómur það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM telur litlar líkur á að samningar takist áður en deilan fer fyrir gerðardóm.„Ætli að maður verði ekki að segja að líkurnar á því séu hverfandi. Það hefur ekkert breyst. Síðasti fundur var árangurslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert gert til að koma til móts við okkur og til þess voru lögin sett, til þess að skrifa inn þær forsendur sem að hentuðu öðrum samningsaðilanum. Þannig að það stefnir allt að einu,“ segir Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir að ljóst hafi verið frá því um miðjan mánuðinn í hvað stefndi. „Það hafa engar forsendur breyst hinu megin við borðið,“ segir Þórunn.BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laganna sem stöðvuðu verkfallsaðgerðir þeirra. Þórunn vonar að niðurstaða liggi fyrir júlí.„Það er búið að þingfesta og málið verður tekið fyrir bráðlega og málflutningur 6. júlí og við fengum flýtimeðferð þannig að við eigum von á því að það falli dómur í júlímánuði í Héraðsdómi,“ segir Þórunn.
Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira