Habib Essid forsætisráðherra Túnis segir að ekki sé líðandi að starfræktar séu moskur í landinu utan við lög og reglu, sem bendir til að um sé að ræða moskur sem starfræktar séu í leyfisleysi. Árásarmaðurinn er sagður vera námsmaður frá borginni Kairouan.

Selma Rekik ferðamálaráðherra Túnis segir tilgang árásanna að lama ferðamannaþjónustuna í landinu en Túnis muni lifa þetta af. Hundruð þúsnda ferðamanna hafa nú þegar yfirgefið landið eftir morðin í gær og ferðaskrifstofur hafa fengið mikinn fjölda afpantana.