Það sem af er sumri er Þverá/Kjarrá með mestu veiðina eða 171 lax á 14 stangir og þar hefur aukið líf verið að færst í ánna með fylgjandi hækkandi veiðitölum. Norðurá og Blanda koma fast á eftir en þessar þrjár ár eru þær sem opna fyrstar og eiga snemmgengna stofna svo það kemur ekki mikið á óvart. Árnar fóru flestar þokkalega af stað en eins og venjulega detta þær aðeins niður á þessum tíma en það sem sparkar þeim aftur í gang eru eins árs laxagöngurnar sem venjulega fylla árnar af laxi á fáum dögum. Topp 10 listinn er hér að neðan en heildarlistinn frá Landssambandi veiðifélaga er á www.angling.is
Veiðivatn | Dagsetning![]() | Heildarveiði | Stangafjöldi | Lokatölur 2014 |
Þverá + Kjarará | 24. 6. 2015 | 171 | 14 | 1195 |
Norðurá | 24. 6. 2015 | 155 | 12 | 924 |
Blanda | 24. 6. 2015 | 124 | 4 | 1931 |
Haffjarðará | 24. 6. 2015 | 45 | 6 | 821 |
Miðfjarðará | 24. 6. 2015 | 42 | 6 | 1694 |
Laxá í Aðaldal | 24. 6. 2015 | 21 | 12 | 849 |
Elliðaárnar. | 24. 6. 2015 | 17 | 6 | 457 |
Laxá í Kjós | 24. 6. 2015 | 15 | 8 | 605 |
Vatnsdalsá í Húnaþingi | 24. 6. 2015 | 15 | 6 | 765 |
Víðidalsá | 24. 6. 2015 | 13 | 8 | 692 |