Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2015 10:29 Fyrsti laxinn úr Ytri Rangá í morgun. Veiðimaðurinn er kallaður Bóbó Veiði hófst í Ytri Rangá í morgun og var nokkur spenna á bakkanum þar sem nokkuð er síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni. Það kom svo sem heldur ekki á óvart þegar fyrsta laxinum var landað að hann hafi veiðst í Djúpós en þessi veiðistaður er einstaklega gjöfull allt tímabilið. Fiskurinn var kominn á land 7:10 í morgun og um var að ræða 79 sm hrygnu sem tók Dimmblá, sem hefur verið ein af gjöfulli flugunum í Ytri Rangá. Það er vel fylgst með systuránum Ytri og Eystri Rangá af veiðimönnum enda hafa árnar verið meðal þeirra aflahæstu í áratug og mikill fjöldi veiðimanna, bæði innlendir og erlendir heimsækir ánna á hverju ári. Eystri Rangá opnar í byrjun júlí og þar hefur klakveiðin þegar skilað nokkrum löxum og að venju eru það tveggja ára laxarnir sem mæta fyrstir. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Veiði hófst í Ytri Rangá í morgun og var nokkur spenna á bakkanum þar sem nokkuð er síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni. Það kom svo sem heldur ekki á óvart þegar fyrsta laxinum var landað að hann hafi veiðst í Djúpós en þessi veiðistaður er einstaklega gjöfull allt tímabilið. Fiskurinn var kominn á land 7:10 í morgun og um var að ræða 79 sm hrygnu sem tók Dimmblá, sem hefur verið ein af gjöfulli flugunum í Ytri Rangá. Það er vel fylgst með systuránum Ytri og Eystri Rangá af veiðimönnum enda hafa árnar verið meðal þeirra aflahæstu í áratug og mikill fjöldi veiðimanna, bæði innlendir og erlendir heimsækir ánna á hverju ári. Eystri Rangá opnar í byrjun júlí og þar hefur klakveiðin þegar skilað nokkrum löxum og að venju eru það tveggja ára laxarnir sem mæta fyrstir.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði