Svona fer fyrir þeim sem leggja í stæði fatlaðra í Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 09:33 Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube. Bílar video Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent
Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube.
Bílar video Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent