Sport

Yfirlýsing frá UFC: Aldo ekki rifbeinsbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Aldo er ríkjandi UFC-meistari í fjaðurvigt.
Jose Aldo er ríkjandi UFC-meistari í fjaðurvigt. Vísir/Getty
UFC hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Jose Aldo, fjaðurvigtarmeistari UFC, er ekki rifbeinsbrotinn.

Sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki síðustu daga en brasilískur blaðamaður fullyrti á Twitter á dögunum að Aldo hafi rifbeinsbrotnað á æfingu.

Nú hefur UFC stigið fram og fullyrt að læknisskoðun hafi leitt í ljós að meiðsli Aldo séu ekki svo alvarleg. Hann hafi hins vegar hlotið beinmar auk þess sem brjósk hafi skaddast.

Aldo er þó sagður ætla að berjast við McGregor á UFC 189 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 11. júlí. Þar mun Gunnar Nelson einnig berjast.

UFC hefur þó tilnefnt varamann fyrir McGregor en það er Chad Mendes sem er efsti áskorandi Aldo um fjaðurvigartitilinn. Fari svo að hann berjist við McGregor verður titill engu að síður í húfi - svokallaður bráðabirgðatitill (e. interim championship).

Gunnar fékk á dögunum nýjan andstæðing eftir að John Hathaway þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann mætir þess í stað Brandon Thatch.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189

Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×