Íslenski boltinn

Forseti Koper býst við að komast í gegnum Víkinga í Evrópudeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason spilar sinn fyrsta Evrópuleik með Víkingum gegn Koper.
Andri Rúnar Bjarnason spilar sinn fyrsta Evrópuleik með Víkingum gegn Koper. vísir/valli
Víkingar, sem komust aftur á skrið í Pepsi-deild karla í fótbolta í vikunni með sigri gegn FJölni, spila sinn fyrst Evrópuleik í 23 ár þegar þeir mæta FC Koper frá Slóveníu á fimmtudaginn í næstu viku.

Víkingur spilaði síðast tvo Evrópuleiki gegn rússneska stórveldinu CSKA Moskvu í september 1992. Liðin áttust þá við í Evrópukeppni Meistaraliða.

Koper var í fallbaráttu í slóvensku deildinni á síðustu leiktíð sem telur tíu lið, en það varð bikarmeistari og komst þannig í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Forseti félagsins, Ante Guberac, býst við nokkuð auðveldum leik gegn Víkingum en segist eðlilega ekki vita mikið um íslenska liðið.

„Andstæðingurinn er spurningamerki. Við þurfum að ferðast til Íslands og sjáum þá til hvað verður. Þar þurfum við að takast á við allt öðruvísi veðurfar og óþekktan mótherja,“ segir Guberac á heimasíðu Koper.

„Þarna spila tveir Serbar og Dani. Við búumst við að komast áfram í aðra umferð,“ segir Ante Guberac.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×