Hreyfing komin á kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júní 2015 19:09 Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Vísir/Vilhelm Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47
Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22