Innlent

Starfsgreinasambandið samþykkir kjarasamninga við SA

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá hátíðarhöldum þann 1. maí.
Frá hátíðarhöldum þann 1. maí.
Félagsmenn Starfsgreinasambandsins hafa samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins. Tæp 80% greiddu atkvæði með því að samþykkja samningana en nei sögðu 18,4%. Auðir seðlar voru 1,6%. Niðurstöðurnar voru kynntar í dag.

Á kjörskrá voru 9.589 manns en rúmlega fjórðungur þeirra greiddi atkvæði. SGS fór með umboð fyrir fimmtán aðildarfélög í viðræðunum.

Niðurstöðurnar voru alls staðar afgerandi og teljast samningarnir á hinum almenna vinnumarkaði sem undirritaðir voru 29. maí síðastliðinn því samþykktir hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífandi stéttarfélagi, Einingu – Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Samstöðu stéttarfélagi, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Þórshafnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×