QuizUp komið út fyrir Windows-síma 21. júní 2015 16:07 Spurningaleikurinn vinsæli eykur sífellt umsvif sín. QuizUp, stærsti spurningaleikur heims, sem framleiddur er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Windows-síma en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í tækjum sem keyra á iOS-stýrikerfinu og á Android-tækjum. Nú er því hægt að spila QuizUp í rúmlega 99% allra stýrikerfa í farsímum.Windows-síminn oft útundanEigendur Windows-síma (áður Nokia) búa ekki við sama úrval af öppum og iPhone og Android símanotendur, en það krefst töluverðs auka umstangs fyrir þá sem þróa farsímaöpp að aðlaga þau ólíkum kerfum. Vegna þess hversu lítil markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins er hjá farsímaframleiðendum, í samanburði við áðurnefnda risa, þá kjósa sum hugbúnaðarfyrirtæki einfaldlega að sleppa því að gefa öppin út fyrir Windows síma. Það eru helst þau öpp sem ná hvað mestum vinsældum sem koma einnig út á Windows, þó að stundum geti verið bið eftir því. Önnur kynslóð QuizUp leiksins kom út í lok maí en í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á samskipti og að tengja fólk með svipuð áhugamál saman. Er þessi útgáfa nú fáanleg í þremur vinsælustu farsíma-stýrikerfum heims. Virkir notendur eru mjög duglegir að deila alls kyns efni með öðrum spilurum tengt sínu áhugamáli, ekki ósvipað og þekkist á öðrum samfélagsmiðlum.„Ánægjulegt fyrir aðdáendur - enn ánægjulegra fyrir Microsoft“Erlendir fjölmiðlar hafa í umfjöllun sinni nefnt að útgáfa QuizUp fyrir Windows-síma sé ánægjuleg fyrir aðdáendur leiksins en jafnvel enn betri fréttur fyrir Microsoft framleiðanda Windows-síma. Erfiðlega hafi reynst fyrir tölvurisann að fá leikjaframleiðendur til að þróa öpp fyrir Windows-síma og markaðshlutdeild símanna hafi dregist saman á undanförnum mánuðum. Það sé því jákvætt að fá vinsælan spurningaleik eins og QuizUp um borð.33 milljónir náð í QuizUp – 30.000 nýir dag hvernÍ QuizUp er að finna yfir 600 þúsund spurningar í 1.200 flokkum. 33 milljónir manna hafa náð í leikinn og 30 þúsund nýir notendur bætast við að meðaltali hvern einasta dag. Virkir spilarar spila tæplega 7 milljónir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mínútum í að spila leikinn dag hvern. Í heildina hafa verið spilaðir rúmlega 4 milljarðar leikja þar sem spilarar hafa svarað 28 milljörðum spurninga. Leikjavísir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
QuizUp, stærsti spurningaleikur heims, sem framleiddur er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Windows-síma en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í tækjum sem keyra á iOS-stýrikerfinu og á Android-tækjum. Nú er því hægt að spila QuizUp í rúmlega 99% allra stýrikerfa í farsímum.Windows-síminn oft útundanEigendur Windows-síma (áður Nokia) búa ekki við sama úrval af öppum og iPhone og Android símanotendur, en það krefst töluverðs auka umstangs fyrir þá sem þróa farsímaöpp að aðlaga þau ólíkum kerfum. Vegna þess hversu lítil markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins er hjá farsímaframleiðendum, í samanburði við áðurnefnda risa, þá kjósa sum hugbúnaðarfyrirtæki einfaldlega að sleppa því að gefa öppin út fyrir Windows síma. Það eru helst þau öpp sem ná hvað mestum vinsældum sem koma einnig út á Windows, þó að stundum geti verið bið eftir því. Önnur kynslóð QuizUp leiksins kom út í lok maí en í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á samskipti og að tengja fólk með svipuð áhugamál saman. Er þessi útgáfa nú fáanleg í þremur vinsælustu farsíma-stýrikerfum heims. Virkir notendur eru mjög duglegir að deila alls kyns efni með öðrum spilurum tengt sínu áhugamáli, ekki ósvipað og þekkist á öðrum samfélagsmiðlum.„Ánægjulegt fyrir aðdáendur - enn ánægjulegra fyrir Microsoft“Erlendir fjölmiðlar hafa í umfjöllun sinni nefnt að útgáfa QuizUp fyrir Windows-síma sé ánægjuleg fyrir aðdáendur leiksins en jafnvel enn betri fréttur fyrir Microsoft framleiðanda Windows-síma. Erfiðlega hafi reynst fyrir tölvurisann að fá leikjaframleiðendur til að þróa öpp fyrir Windows-síma og markaðshlutdeild símanna hafi dregist saman á undanförnum mánuðum. Það sé því jákvætt að fá vinsælan spurningaleik eins og QuizUp um borð.33 milljónir náð í QuizUp – 30.000 nýir dag hvernÍ QuizUp er að finna yfir 600 þúsund spurningar í 1.200 flokkum. 33 milljónir manna hafa náð í leikinn og 30 þúsund nýir notendur bætast við að meðaltali hvern einasta dag. Virkir spilarar spila tæplega 7 milljónir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mínútum í að spila leikinn dag hvern. Í heildina hafa verið spilaðir rúmlega 4 milljarðar leikja þar sem spilarar hafa svarað 28 milljörðum spurninga.
Leikjavísir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira