Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2015 14:58 „Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36