Allt í járnum fyrir lokahringinn á Chambers Bay Kári Örn Hinriksson skrifar 21. júní 2015 12:52 Jason Day var augljóslega þjáður á þriðja hring. Getty Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira