Lokum ekki landamærunum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júní 2015 10:52 Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun