Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 12:04 Jordan verður áfram í Los Angeles eftir allt saman. vísir/getty Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers eftir að hafa gert munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks um að leika með liðinu næstu fjögur árin. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum og Dallas-menn sitja því eftir með sárt ennið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla gerðu þjálfari Clippers, Doc Rivers, eigandi liðsins, Steve Balmer og fjórir leikmenn; Chris Paul, Blake Griffin, JJ Redick og Paul Pierce sér ferð til Houston þar sem Jordan býr og fengu hann til að framlengja samning sinn við Clippers. Þeir héldu miðherjanum nánast í gíslingu í hans eigin húsi fram eftir miðnætti en fram að því mátti ekki ganga formlega frá samningum í NBA. Samkvæmt því sem blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski segir á Twitter-síðu sinni þurftu Clippers-menn ekki langan tíma til að sannfæra Jordan um að halda kyrru fyrir í borg englanna þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NBA. Marc Stein, sem skrifar fyrir ESPN, segir á Twitter að Jordan hafi samþykkt fjögurra ára samning við Clippers að verðmæti 88 milljóna dollara. Clippers heldur því sama leikmannakjarna og síðustu ár, með þá Paul, Griffin og Jordan í broddi fylkingar. Þá hafa Pierce og Lance Stephenson bæst í hópinn í sumar og því verður að teljast líklegt að Clippers verði áfram í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði 4-3 fyrir Houston Rockets.Yahoo Source: Clippers, DeAndre Jordan meeting was short. It was clear he was returning to them. Then they started to play cards.— Adrian Wojnarowski (@WojYahooNBA) July 9, 2015 I've heard same as @sam_amick, who just tweeted DeAndre Jordan, in the end, is opting for a four-year deal as opposed to full five-year max— Marc Stein (@ESPNSteinLine) July 9, 2015 NBA Tengdar fréttir Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers eftir að hafa gert munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks um að leika með liðinu næstu fjögur árin. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum og Dallas-menn sitja því eftir með sárt ennið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla gerðu þjálfari Clippers, Doc Rivers, eigandi liðsins, Steve Balmer og fjórir leikmenn; Chris Paul, Blake Griffin, JJ Redick og Paul Pierce sér ferð til Houston þar sem Jordan býr og fengu hann til að framlengja samning sinn við Clippers. Þeir héldu miðherjanum nánast í gíslingu í hans eigin húsi fram eftir miðnætti en fram að því mátti ekki ganga formlega frá samningum í NBA. Samkvæmt því sem blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski segir á Twitter-síðu sinni þurftu Clippers-menn ekki langan tíma til að sannfæra Jordan um að halda kyrru fyrir í borg englanna þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NBA. Marc Stein, sem skrifar fyrir ESPN, segir á Twitter að Jordan hafi samþykkt fjögurra ára samning við Clippers að verðmæti 88 milljóna dollara. Clippers heldur því sama leikmannakjarna og síðustu ár, með þá Paul, Griffin og Jordan í broddi fylkingar. Þá hafa Pierce og Lance Stephenson bæst í hópinn í sumar og því verður að teljast líklegt að Clippers verði áfram í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði 4-3 fyrir Houston Rockets.Yahoo Source: Clippers, DeAndre Jordan meeting was short. It was clear he was returning to them. Then they started to play cards.— Adrian Wojnarowski (@WojYahooNBA) July 9, 2015 I've heard same as @sam_amick, who just tweeted DeAndre Jordan, in the end, is opting for a four-year deal as opposed to full five-year max— Marc Stein (@ESPNSteinLine) July 9, 2015
NBA Tengdar fréttir Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49