Sport

UFC búið að slá met í miðasölu

Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar
Dana White.
Dana White. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, staðfesti í dag að UFC 189, sem fer fram á laugardag, hafi þegar slegið met í miðasölu.

Búið er að selja miða fyrir 7,1 milljón dollara eða 950 milljónir króna. Gamla metið var 6,9 milljónir dollara og það var sett á UFC 148 þegar Anderson Silva og Chael Sonnen börðust öðru sinni.

„Það þurfti að breyta aðalbardaganum en samt seldist meira. Við urðum að setja inn aukastúkur. Þetta er verðmætasta kvöld sem við höfum verið með frá upphafi," sagði White en aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Chad Mendes en McGregor átti upphaflega að berjast við Jose Aldo en hann meiddist.

White segir að Aldo hafi misst af um fjórum milljónum dollara, eða 535 milljónum króna, með því að keppa ekki.

Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×