Óvæntur fornleifafundur breytir byggðasögu Reykjavíkur Bjarki Ármannsson skrifar 8. júlí 2015 14:30 Fornleifagröftur við hornið á Lækjargötu og Vonarstræti, sem hófst í maí síðastliðnum vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar, hefur leitt í ljós það sem virðist vera skálabygging frá tímum landnáms. Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, sem stýrir uppgreftrinum, segir þennan fund breyta miklu um það sem við töldum okkur vita um byggðasögu Reykjavíkur. „Við höfum náttúrulega vitað um þessa elstu byggð í Reykjavík þar sem Aðalstrætið er,“ segir Lísabet, en þær bæjarrústir komu í ljós við uppgröft á áttunda áratugnum. „Við töldum okkur vita að aðalbyggðakjarninn hafi verið á því svæði, en okkur bara datt ekki í hug að það væri eitthvað þarna við Lækjargötuna. Og það var eiginlega það sem var svolítið skemmtilegt.“Áfram var grafið í sólinni í dag.Vísir/Andri MarinóUppgröfturinn átti upphaflega að taka um fjórar vikur en sú áætlun breyttist skiljanlega þegar skálinn fannst í síðasta mánuði. Fyrir var vitað að bærinn Lækjarkot, sem byggður var árið 1799, hafði staðið á lóðinni, sem og timburhús sem reist var árið 1887. „Þegar við vorum búin að klára að grafa þær byggingar upp, þá var náttúrulega slatti eftir,“ segir Lísabet. „Það var með svona ofsalega flottu landnámstorfi í veggjum, þannig að það virtist vera frekar gamalt. Við erum náttúrulega ekki komin með aldurinn á hreint ennþá,en það kemur bara þegar við förum í úrvinnsluna.“ Lísabet segist búast við því að uppgröfturinn muni standa yfir í um tvær til þrjár vikur til viðbótar. Hún telur ekki líkur á að áform um hótelbyggingu raskist nokkuð vegna fundarins en segir viðræður þegar hafnar við framkvæmdaraðila um varðveislu grjóts, hellna og varðeldar úr skálanum. „Þeir vilja nýta þessar minjar og gera þeim skil, sem er bara mjög gott,“ segir Lísabet. „Þetta verður ekki varðveitt á staðnum eins og við Aðalstræti en það verður eitthvað þarna sem vísar í minjarnar á þessum stað. Sem mér finnst mjög mikilvægt.“Ferðamenn virða framkvæmdirnar fyrir sér.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grafa upp leifar Lækjarkots Munu vinna í uppgreftri við Lækjargötu fram á sumar. 23. maí 2015 09:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Fornleifagröftur við hornið á Lækjargötu og Vonarstræti, sem hófst í maí síðastliðnum vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar, hefur leitt í ljós það sem virðist vera skálabygging frá tímum landnáms. Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, sem stýrir uppgreftrinum, segir þennan fund breyta miklu um það sem við töldum okkur vita um byggðasögu Reykjavíkur. „Við höfum náttúrulega vitað um þessa elstu byggð í Reykjavík þar sem Aðalstrætið er,“ segir Lísabet, en þær bæjarrústir komu í ljós við uppgröft á áttunda áratugnum. „Við töldum okkur vita að aðalbyggðakjarninn hafi verið á því svæði, en okkur bara datt ekki í hug að það væri eitthvað þarna við Lækjargötuna. Og það var eiginlega það sem var svolítið skemmtilegt.“Áfram var grafið í sólinni í dag.Vísir/Andri MarinóUppgröfturinn átti upphaflega að taka um fjórar vikur en sú áætlun breyttist skiljanlega þegar skálinn fannst í síðasta mánuði. Fyrir var vitað að bærinn Lækjarkot, sem byggður var árið 1799, hafði staðið á lóðinni, sem og timburhús sem reist var árið 1887. „Þegar við vorum búin að klára að grafa þær byggingar upp, þá var náttúrulega slatti eftir,“ segir Lísabet. „Það var með svona ofsalega flottu landnámstorfi í veggjum, þannig að það virtist vera frekar gamalt. Við erum náttúrulega ekki komin með aldurinn á hreint ennþá,en það kemur bara þegar við förum í úrvinnsluna.“ Lísabet segist búast við því að uppgröfturinn muni standa yfir í um tvær til þrjár vikur til viðbótar. Hún telur ekki líkur á að áform um hótelbyggingu raskist nokkuð vegna fundarins en segir viðræður þegar hafnar við framkvæmdaraðila um varðveislu grjóts, hellna og varðeldar úr skálanum. „Þeir vilja nýta þessar minjar og gera þeim skil, sem er bara mjög gott,“ segir Lísabet. „Þetta verður ekki varðveitt á staðnum eins og við Aðalstræti en það verður eitthvað þarna sem vísar í minjarnar á þessum stað. Sem mér finnst mjög mikilvægt.“Ferðamenn virða framkvæmdirnar fyrir sér.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grafa upp leifar Lækjarkots Munu vinna í uppgreftri við Lækjargötu fram á sumar. 23. maí 2015 09:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent